Leita í fréttum mbl.is

Nörd

Hér má sjá kunnulegt nafn, nafnið á sætasta nörd sem ég þekki, enda var ekki við öðru að búast þessa önnina hjá honum... 

Frekara blogg bíður betri tíma, þar sem öll orka mín í dag er búin að fara í leiðindaveikindi, varð bara að koma montinu að...


Jamm

vb

 

 

 

 

 

 

 

Ég er að spá á hvaða máli mbl menn telja, þar sem ég kem þessari tölu nú ekki fyrir mig. Kannski ekki skrýtið þar sem ég er ekki mikil málamanneskja...

Annars finnst mér þetta ótrúlega fyndið...


Mánudagur

Í dag er ég alveg handviss um að það sé mánudagur. Allavegana er meiri mánudagur í dag heldur en var í gær. Það er vont veður, ég er illa sofin og ég komst ekki inn á námskeiðið sem ég skráði mig á. Gleðifréttir dagsins eru þó að 4 bækur af 5 eru lagðar af stað...

Pakki...

Mér finnst gaman að bíða eftir pakka, þó svo að ég borgi fyrir hann sjálf. Verst hvað það tekur langan tíma að fá pakka frá útlöndum...

Langimangisvangamangason

Mig er búið að langa í vöfflur með rjóma og kakó í allan dag. Það er ekki eðlilegt að langa í svona jumm heilu dagana, sérstaklega þar sem ég borða nú yfirleitt vöfflur með sykri, bara svona ef ykkur langaði að vita það líka. En ég má líka alveg skrifa um ómerkilega hluti inn á bloggið mitt...


Köben

Er komin heim frá Danmörku, þreytt en mjög ánægð. Nenni ekki að skrifa svaka ferðasögu, þeir sem eru forvitnir verða bara að heyra í mér fyrir utan netheima. Við skemmtum okkur ótrúlega vel, löbbuðum af okkur fæturna og drukkum vel af vini okkar Tuborg. Fengum bilað gott veður alla dagana, fyrir utan einn morgun sem rigndi, en þá að sjálfsögðu stytti upp um leið og við keyptum regnhlíf. Hitti fullt af fólki í Köben, bæði fólkið mitt sem býr þar og fólkið mitt sem býr hér heima. Sem sagt, snilldarferð í einu og öllu...

Nú tekur bara grár hversdagsleikinn við, vinna og vinna meira. Samt gott að vita af þriggja daga helgi um næstu helgi, sem er bara snilld. Mun nefnilega njóta þess lúxus í sumar, í fyrsta skipti í mörg ár, að eiga frí um helgar. En núna ætla ég að fara að horfa á Grey's, maður má sko ekki vera eftirá og því er bráðnauðsynlegt að ég horfi núna á þá þætti sem sýndir voru í gær...


Jamm

Urg, ég vil fá einkunnir... Nú hefst biðin eftir einkunnum og er hún aldrei ánægjuleg. Sérstaklega ekki þegar síðasti skiladagur er á einni einkunn í dag og ekkert komið inn enn...

Verð samt að monta mig fyrir hönd Ingó, þar sem hann er ekki nógu hipp og kúl til að vera með blogg. Hann fékk 10 úr síðasta prófinu sínu og þar með er hann kominn með 9,1 í meðaleinkunn þessa önnina. Stórglæsilegt hjá honum og vonandi dugir þetta til að hann komist á listann góða. Held þó að ég sé ekki að fara þangað þetta skiptið, enda er það ekki alltaf hægt að vera best í öllu alltaf Wink

Annars vildi ég óska að ég færi nú að losna við prófaljótuna. Þetta er alveg magnað hvað próflesturinn umbreytir manni, húðin verður skjannahvít og steypist út í gelgjubólum og baugarnir ná niður að hnjám. Ætlaði svo í ljós til að fá smá sumar í andlitið, en nei, ekki sniðugt að fara í ljós með brunasár á hendinni. Það var þó allavegana gott að ég fattaði þetta áður en ég skaust í ljós og lagðist í bekkinn. Fattarinn á mér hefur einnig verið einstaklega langur eftir að ég kláraði prófin þannig að ég vona að hann fari að styttast eftir því sem ég fríkka í takt við komandi sumar...


Sunnudagur

Update:

- búin í prófum...
- komin með nýtt hár...
- fékk mér bjór á fimmtudag...
- fékk mér nýtt ör á höndina á laugardag...
- hef ekkert að segja í bili...

Adios...

P.s. prufaði púkann, ég vil segja hendina en hann höndina, hvort er rétt? 


Bréf dagsins

Ég hef tekið upp þann sið að semja stutt bréf. Hef þó ekki póstað þeim hér inn heldur deilt þeim með sessunautum mínum. En þar sem ég er ein á meðal ókunnugra verð ég að senda þetta bréf á netið.

Kæra dökkhærða pía á lesstofu,

þú smjattar óendanlega hátt á þessum sleikjó sem þú varst að enda við að klára. Þurftir þú endilega að halda smjattinu áfram með því að stinga upp í þig tyggjói? Kenndi mamma þín þér aldrei mannasiði? Það er eins gott fyrir þig að ég á hérna einn eyrnatappa (sem betur fer þarf ég ekki tvo) því annars fengiru að fjúka hérna út um gluggann, óopnaðan...

Með kveðju
Helga Dögg


Rokblogg

Allt í einu kom skyndileg lægð, bæði yfir Reykjavíkinni og blogginu. Ég fór allavegana í smá blogglægð eftir hörkuskrif í nokkra daga. Ég hef bara voða takmarkað að segja. Búin með eitt próf, þrjú próf eftir, nóg að læra og ég er búin að skrifa heila stílabók fyrir hvert fag. Kalla það nú nokkuð gott, sérstaklega þar sem ég handskrifa aðeins tvisvar á ári, í vorprófum og í jólaprófum. Fjárfesti samt í handsmokk, svona til að koma í veg fyrir að hendin á mér dytti af...

Ætla að koma mér í að læra aðfangakeðjuna, sem er með því leiðinlegra sem ég hef lært í gegnum tíðina. Þoli ekki aukaskyldufög sem tengjast ekki markaðsfræðinni. Svo er það bara branding próf á fimmtudaginn, sem verður fjör, sérstaklega þar sem kennslan hefur ekki verið upp á marga fiska í vetur. Finnst alveg yndislegt að fá kennara sem eru bara áskrifendur af laununum sínum og kenna fjórðung af þeim tíma sem áætlaður er til kennslu. En nóg um skóla og rok, ég er farin að læra...

P.s. Kommentaverðlaunin þessa vikuna fær Helga fyrir að hafa kommentað á þrjár færslur á innan við hálftíma. Hún fær mandarínu í verðlaun...

Uppfært: 16:57 - ég þoli ekki mandarínur sem vilja ekki úr börkinum og verja sig með því að lita hendur mínar gular... Helga, sorry en ég borðaði verðlaunin þín... 


Nammi

Ég er búin að vera geðveikt dugleg í þessum próflestri og ekki búin að borða neitt nammi. Búin að borða hollt allan daginn og set í mig ávexti eins og ég fái borgað fyrir það. Í staðinn uppsker ég það að vera geðveikt sæt og svöng allan daginn. Þetta er frábært...
Nema svo í kvöld kemur systir hans Ingó í heimsókn með besta konfekt í himingeimi. Það er svo gott að þið trúið því ekki. Og Helga holla féll og fékk sér ekki einn og ekki tvo mola, heldur alveg þrjá mola af þessu himneska súkkulaði. Allt nammibindindið farið í vaskinn fyrir 3 mola af 70% Sao Thome súkkulaði hjúpað 57% dökku súkkulaði...

Mæli með að allir smelli sér á konfekt.is, skoði úrvalið og smelli sér svo til hans Hafliða og kaupi sér smá súkkulaði gott. Ekki skemmir fyrir að Hafliði sjálfur er æði, geðveikt skemmtilegur og hrifinn af súkkulaðinu sínu. Tók nefninlega smá viðtal við hann fyrir skólann og komst fyrst upp á bragðið eftir að hann bauð okkur stelpunum í smá smakk eftir viðtalið...

Lofa bót og betrun á morgun, á nóg af mandarínum, banönum og perum fyrir námsmann sem mun sitja sveittur yfir heimaprófi í sex klukkutíma á morgun... Jibbí...


Helga

Ég er mjög ánægð með að vera Helga. En þó að ég sé sjálf Helga finnst mér að allir ættu að eiga eina Helgu, svona eins og ég....

Hver er til dæmis betri til að lyfta manni upp og stytta mér stundir í próflestri og gefa mér skúbb um bestu búðirnar í Köben? Við Helgurnar höfum líka komist að því að við erum bestar í að leysa málin og fyrir hvert mál þarf bara Helgu til og málið er leyst...

 Helgasv

Vildi samt óska að hún Helga mín gæti hjálpað mér að læra fyrir þetta nýsköpunarpróf sem ég er að fara í á fimmtudaginn. En það er bara hægara sagt en gert að skilja þetta, sérstaklega þegar námsefnið er copy paste af wikipedia og slitið úr samhengi. Ég ætla að gefa smá dæmi af efni sem stendur allt á sömu glærunni, í þeirri nákvæmlega sömu röð og það birtist mér:

- The role is viewed as a non-important one, but a pure risk taker
- Becomes merged with the capitalist employer
- The idea that the entrepreneur has a significant role in the economic development developed by writers outside the mainstream economic thinking

Svo stendur  á glæru 9 í sama glærupakka "Meira hér bessant MI meira hér". Getur einhver þýtt fyrir mig þessi geimveruskilaboð?

Síðan má ekki gleyma tilkynningunni um prófið sem við fengum frá kennaranum. Sorry, en ég verð bara að deila þessu með almúganum, en fyrir kurteisissakir tek ég út allt sem gæti gefið til kynna hvað kennarinn heitir:

"As you all know the exam will be on the XXth of April from X:00-XX:00 (no delays on deliveries)

I will send it as an assignment which is to appear you 9 o´clock Thursday morning.  Please answer through the "innranet".

As you know I am abroad that time, meaning you can not contact me (not supposed either) but if the exam does not appear you can contact XXXX

Happy sommer, best regards XXX"

Hversu mikil snilld er þetta?

Jæja, er farin heim að sofa í hausinn á mér. Á morgun er fyrsti síðasti dagur fyrir próf og því mikilvægt að vera með hausinn í lagi.

Enda þetta á quote úr títtnefndu glærushowi: "Who have the entrepreneurial mind?" 

 

Sl

 



Stephen Lynch

Oh ég elska Stephen Lynch, hann er bráðnauðsynlegur á milli kafla í próflestri. Sem minnir mig á það að ég hlustaði síðast á hann í síðasta próflestri. Allavegana, hérna koma tvö video sem eru í uppáhaldi hjá mér í augnablikinu...

Special Ed

Craig 


Matur

Hvernig í lífinu er hægt að vera ennþá svöng eftir að hafa borðað bæði banana og epli á innan við klukkutíma?

Já það eru sko flóknar spurningar sem þarf að svara í þessum próflestri...

Annars er þetta í fréttum:

- The ability of the brand extension to contribute to the parent brand equity will depend on how compelling the evidence is concerning the corresponding attribute or benefit association in the extension context, relevant or diagnostic the extension evidence is concerning the attribute or benefit for the parent brand, and how strong existing attribute or benefit associations are held in consumer memory for the parent brand...


- In the abstract, brand awareness is created by increasing the familiarity of the brand through repeated exposure, although this is generally more effective for brand recognition than for brand recall...


- The brand value chain is a structured approach to assessing the sources and outcomes of brand equity and the manner by which marketing activities create brand value...


- Customer-based brand equity occurs when the consumer has high level of awareness and familiarity with the brand and holds some strong, favourable and unique brand associations in memory...

Meira síðar...  


Nýr dans

Við Ragnhildur höfum skipt um skoðun. Við ætlum ekki að læra einkennilega mökunardansinn hér að neðan heldur læra Haka með nýsjálenskum rugby köppum... 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helga Dögg
Helga Dögg
Hér er ég...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 397

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband