Leita í fréttum mbl.is

Námsmannafréttir

Kominn tími á smá öppdeit ef ég leyfi mér að sletta aðeins...

Er ennþá á fullu að læra. Er samt búin að skila af mér Listaháskólaverkefninu og vona bara að við fáum gott fyrir það verkefni. Núna er ég á fullu að reyna að koma lokaritgerðinni okkar á blað, þar sem það styttist óðum í fyrstu skil. Nóvember verður tekinn með trukki, lokaskil á ritgerðinni eru þann 20. nóvember og svo er lokapróf hjá mér þann þrítugasta. Námsefnið fyrir það lokapróf þarf ég bara að gjöra svo vel að læra á þessum tíu dögum, þar sem ekki hefur gefist mikill tími í að lesa fyrir það fag þessar síðustu vikur...

Eins og staðan er núna þá er ég búin með 2 fög og á eftir ritgerðina og 1 fag. Fyrsta fagið kláraði ég í október og átti eftir að monta mig af því. Ég endaði með 9 í lokaeinkunn og var hæst í þeim áfanga. Annað fagið var risastóra verkefnið með Listaháskólanum og það þriðja er það sem ég tek svo lokapróf í. Þá er bara að krossa fingur og vona að ég nái þessu öllu með glæsibrag og massi þennan síðasta mánuð sem ég á eftir í háskólanámi. Í desember byrja ég svo bara að vinna á fullu, þar sem það eina sem gerist í skólanum þann mánuðinn er vörn á lokaritgerðinni...

Ég fékk ógeð á gamla góða bílnum mínum á sunnudaginn. Óþolinmóða ég gat ekki beðið með að ganga í þau mál og á mánudaginn var ég komin á ársgamla, frostbláa og stórglæsilega Toyota Corollu. Ég elska Toyota og ég elska að eiga bíl sem er ennþá smá "nýjubílalykt" af...

Og svo er það meira mont. Ég tók síðustu mælingu í Bootcampinu með trompi. Þar er mælt á 6 vikna fresti og var því komið að minni þriðju mælingu síðan ég byrjaði, þar sem fyrsta mælingin var gerð um leið og ég byrjaði. Frá síðustu mælingu fyrir 6 vikum er ég búin að missa 2,6% í fituprósentu, 5,5 kíló og missti svona pent 12 cm af mjöðmunum, takk fyrir. Síðan ég byrjaði frá upphafi er ég því komin niður um 6% í fituprósentu, 8,7 kíló og tæplega 2 buxnastærðir. Svo er ég auðvitað orðin alveg helmössuð, sem telur að sjálfsögðu líka...

Ætla nú að henda mér í að lesa smá kenningar fyrir lokaritgerðina og henda upp nokkrum gröfum með niðurstöðum úr rannsókninni okkar góðu... 


Mikið að gera

Þar sem ég er að drukkna í verkefnum og hef verið að ca. 18-20 klst. á sólarhring við að læra þá hef ég kosið að úthýsa blogginu mínu næstu daga. Ég læt aldraðan föður minn um að skemmta ykkur í bili, enda hefur hann bloggað á við tvo bloggara síðustu daga og skellt inn 2-3 færslum á dag...

Hér má finna þann gamla...


Miðvikudagur

Við ákafa verkefnavinnu, sem minnir nú nokk á próflestur, er við hæfi fyrir þrjár stúlkukindur að rifja upp fyrri kynni við gamla félaga...

Ahhh, good times... 


Konan sem hafði ekkert að segja...

unacceptablekittyÞað er alveg merkilegt hvað maður hefur ekkert að segja frá þegar maður er í skólanum nær allan sólarhringinn. Er á fullu að vinna slatta af verkefnum og svo er nottla alltaf þetta blessaða lokaverkefni sem hengur yfir manni. Það sér nú alveg til þess að maður hafi constant samviskubit allan þann tíma sem maður er ekki að læra að maður ætti nú að vera að læra. 

Við erum núna í samstarfsverkefni með Listaháskóla Íslands sem er mjög áhugavert. Við erum þrjár úr HR sem erum í hóp með fimm LHÍ krökkum. Það er bara snilld að prófa að vinna með fólki sem er ekki alveg á sömu línu og maður sjálfur. Þá sér maður alveg hversu mikið fólkið sem vinnur með manni dags daglega virðist steypt í mjög svipað mót og maður sjálfur. Þessir krakkar eru bara snillingar og við erum mjög ánægðar með samstarfið og mun þetta skila okkur heilmiklu síðar meir, þegar kemur að því að vinna með ólíku fólki...

Hélt upp á afmælið mitt síðustu helgi með smá teiti, ákvað að hafa fámennt en góðmennt þar sem íbúðin okkar verður jafnheit og góður dagur á Indlandi þegar fleiri en átta manns safnast hér saman. Fékk fullt af fallegum gjöfum og vil hér með þakka fyrir mig. Ég bætti sem betur fer ekki á mig neinum hrukkum, vona ég, en annars er ég svo blind að ég á erfitt með að sjá það. Og ef ég sé þær ekki, þá eru þær að sjálfsögðu ekki til. En langflottasta gjöfin (sorry allir hinir sem gáfu mér pakka), var frá Ingó mínum og var það Canon Ixus myndavél. Ég tók bara svona u.þ.b. 150 myndir á fyrstu tveimur dögunum. Ég setti best of afmælismyndir hérna til hliðar. Ég ætla framvegis að nota Picasa til að setja inn myndir, þar sem það er mun fljótlegra en að setja hérna inn á moggabloggið. Njótið vel... 


Afmælis

Í dag er ég orðin gömul kona. Til hamingju ég!


Stjörnuspá

Stjörnuspáin mín í dag:

"Vog: Þú átt á hættu að leiðast í dag. Jafnvel góðum siðum, skynsamlegri ákvarðanatöku og hollum málsverðum má ofgera. En þú skilur það vel."

Ég er að læra fyrir próf og er bara með hollt nesti með mér, eins og venjulega...

Hvað er annars málið með þetta rok? Er orðin frekar þreytt á því... 


Veðurblogg

Er ekki alltaf klassík að blogga um veðrið þegar maður hefur ekkert að segja?

Það er blautt úti. Það var rigning áðan en það er ekki rigning núna. Ég sá ekki yfir til Akraness í vinnunni áðan. Það þýðir að það er þungskýjað líka...

Over and out... 

 


Lördag

Jæja, þá eru 6 vikur búnar og ég er búin með heilt námskeið í Bootcampinu. Ég var að fatta að 6 vikur eru í raun bara 1,5 mánuður sem er enginn tími þannig séð...

En ég fékk mælingu í gær, þar sem þar á bæ er mæling ekki tekin marktæk nema á 6 vikna fresti. Ég er að vísu bara búin að missa þrjú kíló, en ég er orðin svo mikill massi að ég er pottþétt búin að skipta út fullt af spiki fyrir vöðva. Svo er ég búin að missa nokkra sentimetra hér og þar en það sem ég er ánægðust með er að ég fór niður um 3,4% í fituprósentu, sem telst nokkuð góður árangur á ekki lengri tíma...

Síðan tók ég þrekpróf og bætti mig um heilan helling. Ég hljóp 3 km á 20 mín og 35 sek, sem ég hljóp á 24 mín sléttum fyrir sex vikum. Ég gat líka 26 fleiri armbeygjur og 19 fleiri sit-ups í prófinu heldur en ég gat síðast. Og þar sem ég er búin að vera svona dugleg gaf ég mér verðlaun sem er annað námskeið, þannig að ég ætla að taka 6 vikur í viðbót...


Mánudagur

Nei ég átti ekki svona slæman dag í dag. Dagurinn í dag var mjög góður en lýjandi...

Í dag byrjaði ég í nýju vinnunni. Var með smá hnút í maganum þegar ég brunaði niður í Borgartún í morgun, enda ekki á hverjum degi sem ég byrja í nýrri vinnu. Nánar tiltekið eru það rétt tæplega fjögur ár síðan ég byrjaði síðast í nýrri vinnu, þá hjá Vodafone. En hnúturinn var farinn á no time og í staðinn fór öll einbeitning í það að innbyrða fullt af nýjum upplýsingum...

Eftir nýliðafundinn kom í ljós að lofthrædda ég verð að vinna uppi á sjöundu hæð. Frekar skrýtið fyrst að vera svona hátt uppi, þar sem ég hef nú ekki unnið hærra uppi áður en á annarri hæð...

Þessi fyrsti vinnudagur lagðist vel í mig en ég er ekki alveg viss ennþá hvað ég á að gera í vinnunni. Ég tók bara tvö smáverk að mér í dag, annars var ég bara að koma tölvunni í gang og lesa leiðbeiningar og slíkt. En það kemur væntanlega betur í ljós næst þegar ég mæti, þar sem yfirmaður minn verður þá kominn til vinnu. Samt fyndið hvað maður verður svo búinn eftir svona daga, þó ég hafi nú þannig séð unnið lítið...

 
Ég á bara eftir þessa viku í Bootcampinu og þá verð ég búin með þessar 6 vikur sem ég keypti. Ég fór á námskeiðið fyrst og fremst til að koma mér af stað og í rútínu með að fara í ræktina a.m.k. þrisvar í viku og svo er bara að sjá hvernig mér gengur. Þetta er búið að vera gott námskeið en alls ekki auðvelt. Fyrstu tvær vikurnar var ég með hausverk út í eitt sökum mikillar vöðvabólgu sem var að fara út mér við hreyfinguna. Svo finn ég fyrir því núna að hnéin á mér hafa alveg séð betri daga þar sem ef ég er sit kjurr of lengi verða þau eins og á spýtukarli og sárt að beygja þau aftur. Þannig að næsta vika fer í að finna út hvað ég vil gera í hinni ræktinni og hvíla hnéin, enda eru þau búin að vera dugleg að takast á við skokk á malbiki, endalaus hlaup í stiga, framstig og fleira. Núna er það nýjasta að ég er marin í hnésbótinni á báðum fótum eftir upphýfingar á milli tveggja stanga í morgun, sem eykur ekki á fimleikann hjá mér...

En nóg af mali í bili, ætla að henda mér í að lesa um Organizational Buying Behaviour... 


Mánudagur

Jæja, er komin úr letikasti í bili. Hef þó ekki náð mér að fullu, þar sem ég hef verið svo löt að mér datt ekkert merkilegt í hug til að blogga um. Kannski hefur eitthvað með það að gera að ekkert merkilegt gerist þessa dagana. Er bara að byrja í skólanum, koma mér í það að lesa eitthvað að þessum skólabókum og vera dugleg í ræktinni. Hef þess á milli horft á uppbyggilegt sjónvarpsefni á borð við snilldarþættina Kyle XY og Flight of the Conchords. Læt hér fylgja með tvö myndbrot úr þættunum Flight of the Conchords ykkur til yndisauka. Ef gamalt fólk nennir ekki að skoða tvö video í röð, getur það komið aftur á morgun og skoðað seinna video-ið.


Leti

Kl. 8:47 fór ég í óendanlegt letikast og virðist engin leið vera út. Letikastið hefur því varað í tæpar fjórar klukkustundir og ég er ekki búin að gera neitt af viti nema borða hádegismat og skola af mér eftir æfinguna í morgun. Kannski er undirmeðvitundin að láta mig taka út letina núna, þar sem ég hef ekki tíma til að vera löt næstu vikurnar. Það er búið að setja fyrir fyrsta heimaverkefnið, þó skólinn byrji ekki fyrr en á þriðjudag, og nýja vinnan byrjar eftir nokkra daga...

Þetta er örugglega ómerkilegt blogg, en mér er alveg sama. Þegar ég er svona löt er ég sko ekki að nenna að blogga um eitthvað áhugavert hehe... 


Kvöld

Er að horfa á Extreme Home Makeover með öðru auganu á meðan ég æfi mig í kapli. Skyndilega langar mig ótrúlega mikið í heimsins feitustu kisu og kalla hana Peanut. Mér finnst það algjör snilld...

Annars er mest lítið að frétta. Byrjaði í líkamsrækt sem gengur frá mér þrisvar í viku kl. 6:30. Er því búin að vera ein harðsperra síðustu tvær vikurnar og er núna með marbletti á stærð við Eyjaálfu á sitt hvoru hnéinu. En þetta kemur allt með kalda vatninu hjá mér og ég verð örugglega komin niðrí Hollywood stærð á no time...

Ég lét loksins undan myspace þrýstingnum og fékk mér síðu. Hún er komin hér til hliðar ef þið viljið skoða. Er samt ekki búin að fatta þetta ennþá, en það kemur vonandi með tíð og tíma... 

 


Zombie Dögg

Það eru eins og aðdáendur mínir finni sig mun knúnari til að kommenta þegar ég held mér saman í marga daga, heldur en þegar ég birti hverja færsluna á eftir annarri. Hef kosið að túlka þetta ekki í bili...

Fyrir forvitna ætla ég að ljóstra upp svarinu við síðasta bloggi. Ég er komin með ný gleraugu. Þessi umskipti voru ekki pjattrófulegs eðlis, heldur fóru gömlu gleraugun einfaldlega í sundur. Svo er ég líka 0,25 nær því að ganga í Blindrafélagið, þannig að ný gleraugu þóttu nauðsynjakaup...

Síðasta miðvikudag vaknaði ég upp með rauð augu. Það er ekki töff. Ég er ennþá með rauð augu, þrátt fyrir að hafa brúkað fyrst augndropa og svo krem í augun á mér. Ég er líka meira að segja búin að fara tvisvar til læknis á þessum tíma, buddunni minni til mikillar ánægju. Það er ekki gott að vera með krem í augunum og það er ekki gott að vera með rauð augun. Ég lít líka út eins og félagi í living dead klúbbinum eða eins og ég sé ávallt nýkomin af hörkudjammi. Kannski þess vegna sem ég fékk svona look frá píunni sem afgreiddi mig um kippu af bjór í ríkinu á föstudaginn...

Hef annars voða takmarkað að segja í bili, hef ekki haft tíma til að ráða lífsgátuna sökum anna síðustu vikur, bæði í vinnu og svo við lestur á Harry Potter. Lofaði Ingó í fyrra að lesa um þennan galdrastrák sem er ekki svo vitlaus eftir allt saman. Þar sem ég las bara eina bók í fyrra þá þurfti ég að spýta í lófana í ár og er núna búin með fjórðung af bók fjögur, sem er um Harry Potter and the Goblet of Fire...

Nú eru bara sextán dagar þangað til ég hætti í vinnunni og tek mér viku frí fyrir skólann. Inn í þessu eru 2 helgar sem er bara snilld, þar sem ég er orðin ansi lúin. Svo er það skólinn 20. ágúst og nýja vinnan 1. september. Vei vei... 


Tilraun

Ég er með félagslega tilraun í gangi. Sú tilraun hófst á miðvikudagskvöld og stendur enn yfir. Hingað til hefur enginn sagt neitt og tekið eftir neinu. Hvað ætli líði langur tími þangað til einhver tekur eftir því? Eða gerist það aldrei?

P.s. það þýðir ekki að spyrja hér hvað það er og nei, þetta tengist ekki barneignum þið sem eru með takmarkað ímyndunarafl...


Mánudagur

Það er einhver bloggleti í mér þessa dagana. Margt skemmtilegt búið að gerast en nenni ekki endilega að skrifa heila ritgerð um það hér. Fékk bækurnar mínar loksins heim og er byrjuð að lesa þá fyrstu.

Fór í afródanstíma með Helgu á laugardaginn og var eins mikill kripplingur og hægt er af harðsperrum í gær. Það er svona að lofa of mikla uppskeru í einu, maður tekur á vöðvum í bakinu sem maður veit varla af í daglegum hreyfingum...
Sullaði svo í bjór á laugardagskvöldið til heiðurs Laugu litlu sem hélt upp á afmælið sitt. Dugaði þó stutt og fór heim rétt eftir miðnætti. Er ekkert voðalega hrifin af bænum og finnst því betra að fara bara heim eftir partý, enda er það einnig mun hagkvæmara fyrir budduna...

Lag í tilefni mánudags, over and out í bili...

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helga Dögg
Helga Dögg
Hér er ég...
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband