Leita í fréttum mbl.is

Nammi

Ég er búin að vera geðveikt dugleg í þessum próflestri og ekki búin að borða neitt nammi. Búin að borða hollt allan daginn og set í mig ávexti eins og ég fái borgað fyrir það. Í staðinn uppsker ég það að vera geðveikt sæt og svöng allan daginn. Þetta er frábært...
Nema svo í kvöld kemur systir hans Ingó í heimsókn með besta konfekt í himingeimi. Það er svo gott að þið trúið því ekki. Og Helga holla féll og fékk sér ekki einn og ekki tvo mola, heldur alveg þrjá mola af þessu himneska súkkulaði. Allt nammibindindið farið í vaskinn fyrir 3 mola af 70% Sao Thome súkkulaði hjúpað 57% dökku súkkulaði...

Mæli með að allir smelli sér á konfekt.is, skoði úrvalið og smelli sér svo til hans Hafliða og kaupi sér smá súkkulaði gott. Ekki skemmir fyrir að Hafliði sjálfur er æði, geðveikt skemmtilegur og hrifinn af súkkulaðinu sínu. Tók nefninlega smá viðtal við hann fyrir skólann og komst fyrst upp á bragðið eftir að hann bauð okkur stelpunum í smá smakk eftir viðtalið...

Lofa bót og betrun á morgun, á nóg af mandarínum, banönum og perum fyrir námsmann sem mun sitja sveittur yfir heimaprófi í sex klukkutíma á morgun... Jibbí...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Yngvi Högnason

Uss, uss,svona "óstabílitet" er bara ekki líðandi hjá fólki sem vill láta taka sig alvarlega.

Yngvi Högnason, 25.4.2007 kl. 23:48

2 identicon

Ég er búin að vera að reyna að pæla mikið í hollustu undanfarið þar sem að ég varð vör við að ég var að detta aftur í eitthvað óhollustu mynstur. Fór svo í búðina að versla mér mat fyrir næturvaktina í kvöld og áttaði mig svo á því áðan þegar ég ætlaði að teygja mig í pokann og ná mér í munch að ég keypti bara hollustu. Er að muncha á vínberjum núna. Og þetta var bara óvart. Mjög ánægð með þetta. Fékk reyndar kók með kvöldmatnum en kannski fullmikið að krefjast fullkomnunar á einni nóttu ;o) Ég styð því einstaka feilspor, svo lengi sem þau eru einstök, þ.e. ekki oft á dag hehe

Helga (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Dögg
Helga Dögg
Hér er ég...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 356

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband