Leita í fréttum mbl.is

Bréf dagsins

Ég hef tekið upp þann sið að semja stutt bréf. Hef þó ekki póstað þeim hér inn heldur deilt þeim með sessunautum mínum. En þar sem ég er ein á meðal ókunnugra verð ég að senda þetta bréf á netið.

Kæra dökkhærða pía á lesstofu,

þú smjattar óendanlega hátt á þessum sleikjó sem þú varst að enda við að klára. Þurftir þú endilega að halda smjattinu áfram með því að stinga upp í þig tyggjói? Kenndi mamma þín þér aldrei mannasiði? Það er eins gott fyrir þig að ég á hérna einn eyrnatappa (sem betur fer þarf ég ekki tvo) því annars fengiru að fjúka hérna út um gluggann, óopnaðan...

Með kveðju
Helga Dögg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

JÁ!

Svona er að fara frá vinum sínum. Þú situr uppi með tyggjódruslu.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 21:08

2 Smámynd: Helga Dögg

JÁ!
Ég gerðist Helga hetja í morgun þegar ég sá að pían var aftur mætt. Ég bað hana vinsamlegast um að tyggja tyggjóið sitt lægra og pían fór í algjöra kleinu... Vona bara að hún haldi áfram að tyggja með lokaðan munninn núna...

Helga Dögg, 6.5.2007 kl. 11:09

3 Smámynd: Yngvi Högnason

Smjattpattar burt flúðu fjótt,

Í frelsisleit um miðja nótt.

Svo fundu þeir sér fögur hús,

Í friðsælum garði.

 

Smjattpattar sér byggðu bú.

Þeir búa þar víst ennþá nú.

Þeir fundu þarna allt til alls,

Áður en varði.

Yngvi Högnason, 8.5.2007 kl. 14:14

4 identicon

Hahahaha... Algjör snilld ;)

Helga (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Dögg
Helga Dögg
Hér er ég...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 365

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband