Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Mánudagur

Jæja, er komin úr letikasti í bili. Hef þó ekki náð mér að fullu, þar sem ég hef verið svo löt að mér datt ekkert merkilegt í hug til að blogga um. Kannski hefur eitthvað með það að gera að ekkert merkilegt gerist þessa dagana. Er bara að byrja í skólanum, koma mér í það að lesa eitthvað að þessum skólabókum og vera dugleg í ræktinni. Hef þess á milli horft á uppbyggilegt sjónvarpsefni á borð við snilldarþættina Kyle XY og Flight of the Conchords. Læt hér fylgja með tvö myndbrot úr þættunum Flight of the Conchords ykkur til yndisauka. Ef gamalt fólk nennir ekki að skoða tvö video í röð, getur það komið aftur á morgun og skoðað seinna video-ið.


Leti

Kl. 8:47 fór ég í óendanlegt letikast og virðist engin leið vera út. Letikastið hefur því varað í tæpar fjórar klukkustundir og ég er ekki búin að gera neitt af viti nema borða hádegismat og skola af mér eftir æfinguna í morgun. Kannski er undirmeðvitundin að láta mig taka út letina núna, þar sem ég hef ekki tíma til að vera löt næstu vikurnar. Það er búið að setja fyrir fyrsta heimaverkefnið, þó skólinn byrji ekki fyrr en á þriðjudag, og nýja vinnan byrjar eftir nokkra daga...

Þetta er örugglega ómerkilegt blogg, en mér er alveg sama. Þegar ég er svona löt er ég sko ekki að nenna að blogga um eitthvað áhugavert hehe... 


Kvöld

Er að horfa á Extreme Home Makeover með öðru auganu á meðan ég æfi mig í kapli. Skyndilega langar mig ótrúlega mikið í heimsins feitustu kisu og kalla hana Peanut. Mér finnst það algjör snilld...

Annars er mest lítið að frétta. Byrjaði í líkamsrækt sem gengur frá mér þrisvar í viku kl. 6:30. Er því búin að vera ein harðsperra síðustu tvær vikurnar og er núna með marbletti á stærð við Eyjaálfu á sitt hvoru hnéinu. En þetta kemur allt með kalda vatninu hjá mér og ég verð örugglega komin niðrí Hollywood stærð á no time...

Ég lét loksins undan myspace þrýstingnum og fékk mér síðu. Hún er komin hér til hliðar ef þið viljið skoða. Er samt ekki búin að fatta þetta ennþá, en það kemur vonandi með tíð og tíma... 

 


Höfundur

Helga Dögg
Helga Dögg
Hér er ég...
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband