Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

If that's what you're into...

Netið er í drasli hjá okkur og nær ekkert hægt að skoða nema innlendar síður. Því miður er takmarkað framboð á læsilegum síðum sem vistaðar eru hér á þessu skeri og því verður maður bara að búa til sitt eigið lesefni hér. Ástæðan fyrir netmissinum er refsing Voda fyrir að ná í of mikið af gígabætum. Þar er víst hægt að minnka útlandasamband þeirra sem fara fram yfir ákveðinn fjölda gígabæta, án þess að láta vita að til refsingar komi ef farið er framúr. Þar með er Voda komið í raðir hinna félagana sem bjóða upp á netsamband, þar sem þau voru víst löngu byrjuð á því að "loka" á þá sem nota sér þjónustuna sem þeir kaupa...

En þetta nethallæri lagast á morgun þar sem þá byrjar nýr mánuður og þá verður loksins hægt að skoða póstinn sinn og fleira á netinu...

Var að spá í slagorði Strætó í dag, þeir predika að selja skuli bíl nr. tvö og taka strætó í staðinn. Þeir hafa greinilega ekkert spáð í það að enginn vill kaupa bíl í dag, allavegana ekki eftir að hafa hlustað á dánarfregnir fjármálamarkaðarins dag eftir dag. Þeir ættu þá kannski bara að leyfa blessuðu erlendu nemunum að taka strætó frítt eins og öðrum nemum, þeir eiga að minnsta kosti engan bíl til að selja...


Bloggleti

Jæja, er ekki tímabært að byrja að blogga aftur, fyrst sumarið er búið og skólinn byrjaður. Allavega virðist bloggandinn svífa yfir mann um leið og hugurinn nær ekki að festast við lærdóminn. Mér gengur í það minnsta betur að skrifa hingað inn heldur en að skrifa um áhrif innleiðingar 8. tilskipunar Evrópusambandsins á endurskoðun í íslensku viðskiptalífi...

Lífið gengur sinn annars sinn vanagang, hér er unnið, lært og sofið, bara í mismunandi röð eftir dögum. Stundum gefst tími til einhvers annars, svo sem að grípa í spil eða fá sér einn öl. Hef átt í erfiðleikum með að gíra mig niður í vinnu og skipta yfir í skólagírinn. Það er alveg ótrúlegt hvað maður er fljótur að venjast því að vinna bara 9-5 og eiga svo aðrar stundir lausar, sem er alls ekki raunin þegar maður er í skóla og sérstaklega ekki þegar þarf að vinna samhliða honum...

Síðan er stóra klósettmálið að líða undir lok. Málin standa allavega það vel að aftur er hægt að bjóða fólki heim, þar sem loksins er hægt er að ganga frá sínum málum bak við luktar dyr og nú er meira að segja hægt að læsa á eftir sér, sem er framför frá því sem áður var. Nú vantar bara herslumuninn sem felst meðal annars í þrifum út í hið óendanlega, skrúfa nokkrar skrúfur og finna almennilegan baðskáp sem rúmar ögn meira en tvo tannbursta og tannkremstúpu...


Snilld

Blaðamenn mbl.is finna nýja plánetu:

merkur


Gáfublogg

Mér finnst ég voða gáfuð þó ég kunni ekki að blogga gáfublogg um hvítabirni og rúsínur, Hillary og Obama eða jarðskjálfta og Baug. Ég hef haldið aftur af mér á blogginu því mér finnst svo leiðinlegt að ég bloggi endalaust um hvað ég gerði í gær eða hvað ég muni gera á morgun. En núna ætla ég allavegana að skrifa um eitthvað gáfulegt þó það sé svolítið sem gerðist fyrir daginn í dag og svolítið annað sem mun gerast síðar...

Byrjum á hlutunum sem gerðust áður en ég skrifaði þetta blogg. Ingó er búinn að sanna það í eitt skipti fyrir öll að hann er ofurnörd. En það er allt í lagi, við vissum það sosum alveg áður en hann sýndi fram á það. En hann fékk sem sagt 9,5 fyrir lokaverkefnið sitt í tölvunarfræði. Hann fékk líka styrk til að halda áfram með verkefnið í sumar. Hann útskrifast svo um miðjan júní með B.Sc. í tölvunarfræði. Og ætli ég mæti ekki þó hann hafi unnið mig í meðaleinkunnarkeppninni. Sama dag og hann útskrifast munu margir, margir sem ég þekki einnig útskrifast með hinar ýmsu gráður þannig að þessi dagur mun verða eitt stórt partý og gleði...

Svo er komið að því sem gerist seinna. Ég er farin aftur í skóla. Það er auðvitað svo hundleiðinlegt að vera með tvær fyrirvinnur á heimilinu að ég ákvað að minnka cash-flowið inn á heimilið aðeins með því að minnka við mig í haust niður í 50% starf og fara í meistaranám. Mér finnst meistaranám hljóma mun virðulegra en mastersnám. En HÍ hleypti mér inn í meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun þó ég hafi nær eingöngu lært markaðsfræði síðustu árin og rétt svo aðeins villst í gegnum örfáa fjármálaáfanga. Þannig að eftir tvö ár verð ég vonandi orðin meistari í reikningshaldi og endurskoðun. Það er kannski ekki eins töff og að vera meistari í kung-fu eða karate, en ég vil þó samt meina að það að skoða endur og gera skattframtöl sé mun meira krefjandi en einhver hopp og spörk út í loftið...

Var að lesa Viltu vinna milljarð? Góð bók, mæli eindregið með henni. Er núna byrjuð á Laxveiðar í Jemen sem lofar góðu... 


Sunnudagur

Ég elska illa þýddar fréttir á mbl um helgar. Skelli inn mynd þar sem þeir eiga til að leiðrétta villurnar. Setti rauðan hring utan um þær verstu, en fyrir utan þessar villur þá er þessi frétt gott dæmi um lélega þýðingu, bæði hvað snertir orðaval og setningaskipan. Smellið á myndina til að sjá hana stærri...


Miðvikudagur

Af hverju er ég ekki stödd einhvers staðar þar sem ég get borgað fyrir bjórinn í gvaraní, balbóa, bat eða kip?

Í staðinn fæ ég smá sýnishorn af vori fyrir síðustu helgi og svo ekkert nema rigningu og hundaskít fyrir utan hurðina hjá mér í þessari viku. Engin furða þó að það votti fyrir skammdegisþunglyndi þó það sé sólarupprás kl. 4:25 og sólarlag kl. 19:28 að meðaltali þessa dagana...

En maður má víst ekki vera bitur þegar það er bjart á morgnana og þriggja daga helgi í vændum... 

Er farin í háttinn til þess að ég nái að sofa nóg áður en grafan í næsta garði vekur mig í fyrramálið, líkt og hún hefur gert á undan vekjaraklukkunni alla þessa viku... 


Heyrn

Alltaf gaman að taka próf á netinu...

Your hearing rules! You're either quite young or you've looked after your ears.

The highest pitched ultrasonic mosquito ringtone that I can hear is 19.9kHz
Find out which ultrasonic ringtones you can hear!

 

Þetta er sem sagt próf sem mælir hversu háa tíðni þú heyrir. Yngra fólk á að heyra hærri hljóð en það eldra. Flestir eiga að ná að heyra hljóð upp að 14,1 kHz. Þegar hljóðin eru komin upp og yfir 17 kHz hætta flestir yfir tvítugu að heyra hljóðin. Á prófsíðunni er vísað í grein hjá BBC þar sem sagt er frá táningafælu sem spilar hátíðnihljóð á borð við þetta. Það er hins vegar það hátt að flestir eldri en 25 ára heyra það ekki. Eftir að táningafælan var sett upp í Swindon á Bretlandi, þar sem unglingar höfðu verið vandamál áður, höfðu skemmdarverk og læti snarminnkað. Merkilegur heimur...

Ég er þokkalega sátt við að heyra 19,9 kHz þar sem ég er nú bæði komin af táningsaldri og hálfheyrnarlaus. Endilega skellið þið ykkar niðurstöðum í komment...


Dingl

Það er alltaf spennandi þegar dyrabjallan hringir, sérstaklega þegar maður á ekki von á neinum sérstökum. Dyrabjallan hér á heimilinu hefur verið í reglulegri notkun alla helgina og hafa borist frá henni bæði vænt og óvænt dingl...

Í gær heyrðist í bjöllunni seinni part dags. Þá bjóst ég jafnvel við því að gamli og minnsti bróðir væru þarna á ferð, þar sem þeir eiga það til að líta við á bæjarrúntum sínum. Í ljós kom að svo var ekki heldur voru þarna á ferð stelpa og maður á miðjum aldri sem buðu mér að taka þátt í skoðunarkönnun á vegum sjöundadags aðventista. Þó að markaðsfræðingnum í mér finnist hann knúinn til að taka þátt í öllum slíkum könnunum þurfti ég að velja og hafna, taka þátt í könnun sem hefði án efa verið mjög áhugaverð eða plokka á mér augabrúnirnar fyrir partýstand kvöldisins. Tíminn er auðlind af skornum skammti. Snyrtipinninn vann því markaðsfræðinginn í þetta skiptið og afþakkaði ég þátttöku í könnuninni...

Mér finnst þetta samt áhugavert form könnunar. Yfirleitt er símtal látið nægja, enda er kostnaðurinn mun minni við hvert símtal heldur en heimsókn, bæði í tíma og peningum. Hversu fyndið væri það samt ef að Gallup tæki upp á því að labba í hús og spyrja nokkurra spurninga. Verst að þá þyrfti maður að hafa húsið spikk og span alla daga og hella upp á kaffi og svoleiðis vesen, því að sjálfsögðu væri ekki hægt að láta fólkið húka í dyrakarminum á meðan spurt er, króknandi úr kulda...

Svo rétt áðan heyrðist í bjöllunni aftur. Tíminn á milli fimm og sex er vinsæll dingl tími. Í þetta skipti vissi ég að þetta væri einhver ókunnugur þar sem ég var búin að fá góða gesti í heimsókn. Þá er það vinalegur maður hinum megin við hurðina sem bauð mér rækju og harðfisk til sölu. Ég afþakkaði pent hálf á bakvið hurðina, en hefði nú ekki haft neitt á móti því að skoða harðfiskinn ef ég hefði ekki verið ógreidd og á náttbuxunum. Finnst ekki sjarmerandi að sýna ókunnugu fólki fínu náttbuxurnar mínar og daginn eftir djamm greiðsluna, sérstaklega ekki þegar nágrannarnir hafa einnig ágætis útsýni inn um hurðina hjá mér þegar hún er opin...

Annars er snilldar helgi að baki, er með harðsperrur á ótrúlegustu stöðum eftir að hafa teygt mig og beygt í jóga síðustu daga og fór í gott partý í gær... 


Sunnudagur

"Votur er vinar kossinn" er málshátturinn sem við Ingó fengum úr risastóra Kóluspáskaegginu okkar. Við vitum ekki alveg hvað þessi málsháttur þýðir en mér finnst nú hálf dónalegur undirtónn í honum...

Gleðilega páska, ég er farin að drekkja mér í súkkulaði... 


Föstudagur

Awww mig langar í kisu...

Mjá, mjá... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helga Dögg
Helga Dögg
Hér er ég...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 360

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband