Leita í fréttum mbl.is

Bloggleti

Jæja, er ekki tímabært að byrja að blogga aftur, fyrst sumarið er búið og skólinn byrjaður. Allavega virðist bloggandinn svífa yfir mann um leið og hugurinn nær ekki að festast við lærdóminn. Mér gengur í það minnsta betur að skrifa hingað inn heldur en að skrifa um áhrif innleiðingar 8. tilskipunar Evrópusambandsins á endurskoðun í íslensku viðskiptalífi...

Lífið gengur sinn annars sinn vanagang, hér er unnið, lært og sofið, bara í mismunandi röð eftir dögum. Stundum gefst tími til einhvers annars, svo sem að grípa í spil eða fá sér einn öl. Hef átt í erfiðleikum með að gíra mig niður í vinnu og skipta yfir í skólagírinn. Það er alveg ótrúlegt hvað maður er fljótur að venjast því að vinna bara 9-5 og eiga svo aðrar stundir lausar, sem er alls ekki raunin þegar maður er í skóla og sérstaklega ekki þegar þarf að vinna samhliða honum...

Síðan er stóra klósettmálið að líða undir lok. Málin standa allavega það vel að aftur er hægt að bjóða fólki heim, þar sem loksins er hægt er að ganga frá sínum málum bak við luktar dyr og nú er meira að segja hægt að læsa á eftir sér, sem er framför frá því sem áður var. Nú vantar bara herslumuninn sem felst meðal annars í þrifum út í hið óendanlega, skrúfa nokkrar skrúfur og finna almennilegan baðskáp sem rúmar ögn meira en tvo tannbursta og tannkremstúpu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helga mín!  Þú mátt sko prísa þig sæla á meðan þú þarft ekki að lesa Hafréttarsáttmálann.

Kveðja Mæja móða.

María Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Dögg
Helga Dögg
Hér er ég...
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband