14.4.2008 | 21:14
Heyrn
Alltaf gaman að taka próf á netinu...
You aren't even a teenager yet! |
Your hearing rules! You're either quite young or you've looked after your ears. The highest pitched ultrasonic mosquito ringtone that I can hear is 19.9kHz |
Find out which ultrasonic ringtones you can hear! |
Þetta er sem sagt próf sem mælir hversu háa tíðni þú heyrir. Yngra fólk á að heyra hærri hljóð en það eldra. Flestir eiga að ná að heyra hljóð upp að 14,1 kHz. Þegar hljóðin eru komin upp og yfir 17 kHz hætta flestir yfir tvítugu að heyra hljóðin. Á prófsíðunni er vísað í grein hjá BBC þar sem sagt er frá táningafælu sem spilar hátíðnihljóð á borð við þetta. Það er hins vegar það hátt að flestir eldri en 25 ára heyra það ekki. Eftir að táningafælan var sett upp í Swindon á Bretlandi, þar sem unglingar höfðu verið vandamál áður, höfðu skemmdarverk og læti snarminnkað. Merkilegur heimur...
Ég er þokkalega sátt við að heyra 19,9 kHz þar sem ég er nú bæði komin af táningsaldri og hálfheyrnarlaus. Endilega skellið þið ykkar niðurstöðum í komment...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf gaman að leika sér í prófum á netinu! Skemmtilegt með táningana í swindon en ætli það sé samt e-ð að marka þetta próf?
Kveðja frá Kóngsins KBH!
joiingi (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 00:14
16.7 og shit hvad tetta var otægilegt.
En gaman ad tekka a tessu
kv. Gunnella
Gunnella (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.