Leita í fréttum mbl.is

Dingl

Það er alltaf spennandi þegar dyrabjallan hringir, sérstaklega þegar maður á ekki von á neinum sérstökum. Dyrabjallan hér á heimilinu hefur verið í reglulegri notkun alla helgina og hafa borist frá henni bæði vænt og óvænt dingl...

Í gær heyrðist í bjöllunni seinni part dags. Þá bjóst ég jafnvel við því að gamli og minnsti bróðir væru þarna á ferð, þar sem þeir eiga það til að líta við á bæjarrúntum sínum. Í ljós kom að svo var ekki heldur voru þarna á ferð stelpa og maður á miðjum aldri sem buðu mér að taka þátt í skoðunarkönnun á vegum sjöundadags aðventista. Þó að markaðsfræðingnum í mér finnist hann knúinn til að taka þátt í öllum slíkum könnunum þurfti ég að velja og hafna, taka þátt í könnun sem hefði án efa verið mjög áhugaverð eða plokka á mér augabrúnirnar fyrir partýstand kvöldisins. Tíminn er auðlind af skornum skammti. Snyrtipinninn vann því markaðsfræðinginn í þetta skiptið og afþakkaði ég þátttöku í könnuninni...

Mér finnst þetta samt áhugavert form könnunar. Yfirleitt er símtal látið nægja, enda er kostnaðurinn mun minni við hvert símtal heldur en heimsókn, bæði í tíma og peningum. Hversu fyndið væri það samt ef að Gallup tæki upp á því að labba í hús og spyrja nokkurra spurninga. Verst að þá þyrfti maður að hafa húsið spikk og span alla daga og hella upp á kaffi og svoleiðis vesen, því að sjálfsögðu væri ekki hægt að láta fólkið húka í dyrakarminum á meðan spurt er, króknandi úr kulda...

Svo rétt áðan heyrðist í bjöllunni aftur. Tíminn á milli fimm og sex er vinsæll dingl tími. Í þetta skipti vissi ég að þetta væri einhver ókunnugur þar sem ég var búin að fá góða gesti í heimsókn. Þá er það vinalegur maður hinum megin við hurðina sem bauð mér rækju og harðfisk til sölu. Ég afþakkaði pent hálf á bakvið hurðina, en hefði nú ekki haft neitt á móti því að skoða harðfiskinn ef ég hefði ekki verið ógreidd og á náttbuxunum. Finnst ekki sjarmerandi að sýna ókunnugu fólki fínu náttbuxurnar mínar og daginn eftir djamm greiðsluna, sérstaklega ekki þegar nágrannarnir hafa einnig ágætis útsýni inn um hurðina hjá mér þegar hún er opin...

Annars er snilldar helgi að baki, er með harðsperrur á ótrúlegustu stöðum eftir að hafa teygt mig og beygt í jóga síðustu daga og fór í gott partý í gær... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fyndið þau komu líka til mín !! og ég bý hjá essó í stóragerði þannig að þau hafa aldeilis labbað góðan slatta !

Sunna Hlín (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Dögg
Helga Dögg
Hér er ég...
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband