Leita í fréttum mbl.is

Afslappelsi

Ég ákvað að vera góð við mig í gær þar sem ég var nú að skila B.Sc. ritgerðinni inn á þriðjudaginn. Byrjaði daginn á því að fara í klippingu og litun, þar sem ég var komin með úr sér vaxinn lubba. Kom eldhress úr sjæningunni með svaka flott hár og var næsti viðkomustaður nudd. Ég ætlaði að láta nudda úr mér stressið og vöðvabólguna sem ég er búin að safna síðustu 2 vikur, þar sem ég hef ekki komist í ræktina sökum veikinda og slappleika...

Núna er ég öll blá og marin, þar sem afslappandi nuddið mitt var ekki alveg eins og ég bjóst við. Ég lenti hjá Þjóðverja sem er sérfræðingur í einhverju japönsku þrýstipunktanuddi. Hann potaði og potaði í mig, ýtti á alla hugsanlega vöðva í bakinu, steig ofan á bakið á mér, brakaði í mér allri og snéri upp á mig eins og skrúfu. Þetta var allt bráðnauðsynlegt, að hans sögn, til að laga mig þar sem ég var víst öll í graut. Eftir klukkutíma af "afslappandi" nuddi benti hann mér á að hann hefði aðeins farið grunnt í alla vöðva hjá mér en ég mætti búast við marblettum og það sem hann kallaði "tissue pains". Í gærkvöldi var ég farin að finna fyrir áhrifum nuddsins og þurfti tvær íbúfen fyrir háttinn til þess eins að geta lagst upp í rúm. Í morgun þegar ég fór á fætur var eins og Ingó hefði tekið gott session á mér með poka fullum af appelsínum eða símaskrá. Ég er án gríns með blásvarta marbletti á bakinu. Því sit ég í sófanum heima með tonn af púðum að læra fyrir próf, því ég treysti mér ekki til að sitja á stólunum upp í skóla, allt mjög afslappandi...

Enda þetta á klassísku video-i, sem mér finnst alltaf jafn fyndið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Yngvason

Er hann vanaur að taka svona session reglulega?

Andri Yngvason, 23.11.2007 kl. 13:36

2 identicon

Shit, ég ætla ekki í svona nudd. Ég skal samt taka einn svona kött?

Atli Stefán Yngvason (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 23:51

3 Smámynd: Helga Dögg

Andri: Allir sem þekkja Ingó vita að hann er mjög skapbráður maður eða þannig...

Atli: Iss, ég verð fín þegar marblettirnir fara... Ég væri líka til í svona kisu, er alveg kisusjúk, mjá... 

Helga Dögg, 24.11.2007 kl. 11:34

4 identicon

Ég væri alveg til í að fara í svona pínu ef ég yrði góð eftirá.

En annars er alltaf best þegar maður kemur úr nuddi og það er slepollur fyrir neðann bekkinn, þá veit maður að slökunin heppnaðist allavega ;)

Gunnella (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 08:21

5 Smámynd: Helga Dögg

Mmmm... Mig langar að komast í slefpollanudd, panta mér svoleiðis næst...

Helga Dögg, 26.11.2007 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Dögg
Helga Dögg
Hér er ég...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband