Leita í fréttum mbl.is

Rokblogg

Allt í einu kom skyndileg lægð, bæði yfir Reykjavíkinni og blogginu. Ég fór allavegana í smá blogglægð eftir hörkuskrif í nokkra daga. Ég hef bara voða takmarkað að segja. Búin með eitt próf, þrjú próf eftir, nóg að læra og ég er búin að skrifa heila stílabók fyrir hvert fag. Kalla það nú nokkuð gott, sérstaklega þar sem ég handskrifa aðeins tvisvar á ári, í vorprófum og í jólaprófum. Fjárfesti samt í handsmokk, svona til að koma í veg fyrir að hendin á mér dytti af...

Ætla að koma mér í að læra aðfangakeðjuna, sem er með því leiðinlegra sem ég hef lært í gegnum tíðina. Þoli ekki aukaskyldufög sem tengjast ekki markaðsfræðinni. Svo er það bara branding próf á fimmtudaginn, sem verður fjör, sérstaklega þar sem kennslan hefur ekki verið upp á marga fiska í vetur. Finnst alveg yndislegt að fá kennara sem eru bara áskrifendur af laununum sínum og kenna fjórðung af þeim tíma sem áætlaður er til kennslu. En nóg um skóla og rok, ég er farin að læra...

P.s. Kommentaverðlaunin þessa vikuna fær Helga fyrir að hafa kommentað á þrjár færslur á innan við hálftíma. Hún fær mandarínu í verðlaun...

Uppfært: 16:57 - ég þoli ekki mandarínur sem vilja ekki úr börkinum og verja sig með því að lita hendur mínar gular... Helga, sorry en ég borðaði verðlaunin þín... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég heimta nýja mandarínu ;o)

Helga (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Dögg
Helga Dögg
Hér er ég...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband