24.4.2007 | 22:42
Helga
Ég er mjög ánægð með að vera Helga. En þó að ég sé sjálf Helga finnst mér að allir ættu að eiga eina Helgu, svona eins og ég....
Hver er til dæmis betri til að lyfta manni upp og stytta mér stundir í próflestri og gefa mér skúbb um bestu búðirnar í Köben? Við Helgurnar höfum líka komist að því að við erum bestar í að leysa málin og fyrir hvert mál þarf bara Helgu til og málið er leyst...
Vildi samt óska að hún Helga mín gæti hjálpað mér að læra fyrir þetta nýsköpunarpróf sem ég er að fara í á fimmtudaginn. En það er bara hægara sagt en gert að skilja þetta, sérstaklega þegar námsefnið er copy paste af wikipedia og slitið úr samhengi. Ég ætla að gefa smá dæmi af efni sem stendur allt á sömu glærunni, í þeirri nákvæmlega sömu röð og það birtist mér:
- The role is viewed as a non-important one, but a pure risk taker
- Becomes merged with the capitalist employer
- The idea that the entrepreneur has a significant role in the economic development developed by writers outside the mainstream economic thinking
Svo stendur á glæru 9 í sama glærupakka "Meira hér bessant MI meira hér". Getur einhver þýtt fyrir mig þessi geimveruskilaboð?
Síðan má ekki gleyma tilkynningunni um prófið sem við fengum frá kennaranum. Sorry, en ég verð bara að deila þessu með almúganum, en fyrir kurteisissakir tek ég út allt sem gæti gefið til kynna hvað kennarinn heitir:
"As you all know the exam will be on the XXth of April from X:00-XX:00 (no delays on deliveries)
I will send it as an assignment which is to appear you 9 o´clock Thursday morning. Please answer through the "innranet".
As you know I am abroad that time, meaning you can not contact me (not supposed either) but if the exam does not appear you can contact XXXX
Happy sommer, best regards XXX"
Hversu mikil snilld er þetta?
Jæja, er farin heim að sofa í hausinn á mér. Á morgun er fyrsti síðasti dagur fyrir próf og því mikilvægt að vera með hausinn í lagi.
Enda þetta á quote úr títtnefndu glærushowi: "Who have the entrepreneurial mind?"
Sl
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða beib er þetta á myndinni?
Yngvi Högnason, 24.4.2007 kl. 22:57
Glöggir lesendur myndu kannski tengja þessa mynd við manneskjuna sem ég var að blogga um, þ.e. Helgu mína (a.k.a. Helga Sveins)
Helga Dögg, 24.4.2007 kl. 23:06
Sko, þetta er ekkert mál Helga mín. Þegar maður skilur ekki geimverumálið (greinilega búin að sofa í einhverjum tungumálatímum) þá er bara að skálda í eyðurnar. T.d. "Meira hér bessant MI meira hér" myndi ég þýða svona; meira hér bestu MeIstarasnillingar, meira hér. Held reyndar að kennarinn þinn hafi líka sofið í einhverjum enskutímum ;o) Helgurnar myndu aldrei bjóða "Happy sommer" hehe
P.S. Aldrei leiðinlegt að vera kölluð beib hehe :)
Helga (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 01:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.