21.1.2009 | 11:54
Mótmælablogg
Þarf maður ekki að blogga um mótmælin fyrst maður er nú með moggablogg? Hérna er allavegana mitt innlegg í umræðuna...
Annars mótmæli ég því að þurfa að lesa fyrir próf í stjórnunar- og eftirlitskerfum, því það er svo rosalega leiðinlegt fag...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2008 | 22:08
Jól
Sem betur fer eru bara jól einu sinni á ári, því annars væri ég vel kringlótt og örugglega gróin saman við lata strákinn minn. Er búin að hafa það gott yfir hátíðirnar, fékk fullt af pökkum og er búin að njóta þess að hafa það gott með mínum nánustu...
Og svo ég haldi nú áfram að tala um hvað ég hef það gott þá er ég búin með 2 jólabækur og hálfnuð með þá þriðju. Sem betur fer á ég eftir 15 bækur í viðbót þar sem jólasveinarnir gáfu mér allir a.m.k. eina bók. Svo bíða skólabækurnar einnig óþolinmóðar eftir því að ég líti í þær. Því er það gott að ég þarf ekki að mæta til vinnu fyrr en á næsta ári.
Það er nú samt ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða, mér finnst eins og ég sé nýbúin með menntó og hafi flutt að heiman í fyrra. Staðreyndin er hins vegar sú að ég færist sífellt nær the big "þrí ó", það styttist í 15 ára fermingarafmælið mitt og Gollinn er búinn að þvo óhreinu sokkana mína í hálfan tug ára. Þó virðist biðin eftir jólaprófseinkuninni vera óbærilega löng. Tíminn er greinilega afstætt hugtak.
Ætla að halda áfram að liggja á meltunni og glomma í mig bókina sem ég er að lesa, svo ég hafi afsökun fyrir að skjótast í Nexus á morgun og kaupa næstu þrjár í seríunni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2008 | 12:07
Jólakveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 21:21
Satt eða logið?
Um blogg: Never before have so many people with so little to say said so much to so few
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2008 | 22:22
Hjálp!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 22:47
Stjörnur
Ég held að stjörnurnar þekki mig ekki neitt...
Vog: Leggðu áherslu á að hafa alla pappíra í röð og reglu og vita nákvæmlega hver staðan er hverju sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2008 | 23:07
Ég á mér draum...
Ég á mér draum um það að einhvern tímann, helst í náinni framtíð, muni ég geta setið heila kennslustund án þess að einhver samnemenda minna tali EKKI um kreppuna, bankana og þetta svokallaða ástand á Íslandi í dag...
Það er gjörsamlega óþolandi að alltaf þurfi að tengja allt námsefni við þetta og fara í langa útidúra um það hvað hefði gerst ef og hvað þetta hefði átt að vera öðruvísi ef eitthvað annað. Svo virðist þetta oft breytast í keppni um hver getur talað hæst og helst yfirgnæft kennarann, sem reynir að beina umræðunni aftur að námsefninu. En maður getur víst ekki fengið allt sem maður vill...
Jæja tölva batteríslaus (ekki rafmagnslaus sko) þannig að öll snilldin sem ég ætlaði að skrifa verður að bíða betri tíma...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 20:27
Gítarsóló
Ég er orðin pínu spennt fyrir 7. nóvember...
Fyrir það fyrsta, þá verð ég búin í prófum þar sem seinna prófið mitt verður búið kl. 20 kvöldið áður. Síðan er ég að fara á djammið með THI krökkunum og síðast en ekki síst kemur þetta hérna út á evrópsku formati. Og eigum við eitthvað að ræða þennan lagalista?
Jæja, farin að lesa...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2008 | 22:34
Snjönnuspá
Stjörnuspá í boði theonion.com
Libra September 23 - October 23
You'll fall to your knees this week and beg God for forgiveness. Then it's right back to what you were doing on your knees in the first place.
Lestu þína stjörnuspá hérna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2008 | 19:20
If that's what you're into...
Netið er í drasli hjá okkur og nær ekkert hægt að skoða nema innlendar síður. Því miður er takmarkað framboð á læsilegum síðum sem vistaðar eru hér á þessu skeri og því verður maður bara að búa til sitt eigið lesefni hér. Ástæðan fyrir netmissinum er refsing Voda fyrir að ná í of mikið af gígabætum. Þar er víst hægt að minnka útlandasamband þeirra sem fara fram yfir ákveðinn fjölda gígabæta, án þess að láta vita að til refsingar komi ef farið er framúr. Þar með er Voda komið í raðir hinna félagana sem bjóða upp á netsamband, þar sem þau voru víst löngu byrjuð á því að "loka" á þá sem nota sér þjónustuna sem þeir kaupa...
En þetta nethallæri lagast á morgun þar sem þá byrjar nýr mánuður og þá verður loksins hægt að skoða póstinn sinn og fleira á netinu...
Var að spá í slagorði Strætó í dag, þeir predika að selja skuli bíl nr. tvö og taka strætó í staðinn. Þeir hafa greinilega ekkert spáð í það að enginn vill kaupa bíl í dag, allavegana ekki eftir að hafa hlustað á dánarfregnir fjármálamarkaðarins dag eftir dag. Þeir ættu þá kannski bara að leyfa blessuðu erlendu nemunum að taka strætó frítt eins og öðrum nemum, þeir eiga að minnsta kosti engan bíl til að selja...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2008 | 21:12
Bloggleti
Jæja, er ekki tímabært að byrja að blogga aftur, fyrst sumarið er búið og skólinn byrjaður. Allavega virðist bloggandinn svífa yfir mann um leið og hugurinn nær ekki að festast við lærdóminn. Mér gengur í það minnsta betur að skrifa hingað inn heldur en að skrifa um áhrif innleiðingar 8. tilskipunar Evrópusambandsins á endurskoðun í íslensku viðskiptalífi...
Lífið gengur sinn annars sinn vanagang, hér er unnið, lært og sofið, bara í mismunandi röð eftir dögum. Stundum gefst tími til einhvers annars, svo sem að grípa í spil eða fá sér einn öl. Hef átt í erfiðleikum með að gíra mig niður í vinnu og skipta yfir í skólagírinn. Það er alveg ótrúlegt hvað maður er fljótur að venjast því að vinna bara 9-5 og eiga svo aðrar stundir lausar, sem er alls ekki raunin þegar maður er í skóla og sérstaklega ekki þegar þarf að vinna samhliða honum...
Síðan er stóra klósettmálið að líða undir lok. Málin standa allavega það vel að aftur er hægt að bjóða fólki heim, þar sem loksins er hægt er að ganga frá sínum málum bak við luktar dyr og nú er meira að segja hægt að læsa á eftir sér, sem er framför frá því sem áður var. Nú vantar bara herslumuninn sem felst meðal annars í þrifum út í hið óendanlega, skrúfa nokkrar skrúfur og finna almennilegan baðskáp sem rúmar ögn meira en tvo tannbursta og tannkremstúpu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2008 | 11:54
Snilld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 22:06
Gáfublogg
Mér finnst ég voða gáfuð þó ég kunni ekki að blogga gáfublogg um hvítabirni og rúsínur, Hillary og Obama eða jarðskjálfta og Baug. Ég hef haldið aftur af mér á blogginu því mér finnst svo leiðinlegt að ég bloggi endalaust um hvað ég gerði í gær eða hvað ég muni gera á morgun. En núna ætla ég allavegana að skrifa um eitthvað gáfulegt þó það sé svolítið sem gerðist fyrir daginn í dag og svolítið annað sem mun gerast síðar...
Byrjum á hlutunum sem gerðust áður en ég skrifaði þetta blogg. Ingó er búinn að sanna það í eitt skipti fyrir öll að hann er ofurnörd. En það er allt í lagi, við vissum það sosum alveg áður en hann sýndi fram á það. En hann fékk sem sagt 9,5 fyrir lokaverkefnið sitt í tölvunarfræði. Hann fékk líka styrk til að halda áfram með verkefnið í sumar. Hann útskrifast svo um miðjan júní með B.Sc. í tölvunarfræði. Og ætli ég mæti ekki þó hann hafi unnið mig í meðaleinkunnarkeppninni. Sama dag og hann útskrifast munu margir, margir sem ég þekki einnig útskrifast með hinar ýmsu gráður þannig að þessi dagur mun verða eitt stórt partý og gleði...
Svo er komið að því sem gerist seinna. Ég er farin aftur í skóla. Það er auðvitað svo hundleiðinlegt að vera með tvær fyrirvinnur á heimilinu að ég ákvað að minnka cash-flowið inn á heimilið aðeins með því að minnka við mig í haust niður í 50% starf og fara í meistaranám. Mér finnst meistaranám hljóma mun virðulegra en mastersnám. En HÍ hleypti mér inn í meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun þó ég hafi nær eingöngu lært markaðsfræði síðustu árin og rétt svo aðeins villst í gegnum örfáa fjármálaáfanga. Þannig að eftir tvö ár verð ég vonandi orðin meistari í reikningshaldi og endurskoðun. Það er kannski ekki eins töff og að vera meistari í kung-fu eða karate, en ég vil þó samt meina að það að skoða endur og gera skattframtöl sé mun meira krefjandi en einhver hopp og spörk út í loftið...
Var að lesa Viltu vinna milljarð? Góð bók, mæli eindregið með henni. Er núna byrjuð á Laxveiðar í Jemen sem lofar góðu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.5.2008 | 18:01
Sunnudagur
Ég elska illa þýddar fréttir á mbl um helgar. Skelli inn mynd þar sem þeir eiga til að leiðrétta villurnar. Setti rauðan hring utan um þær verstu, en fyrir utan þessar villur þá er þessi frétt gott dæmi um lélega þýðingu, bæði hvað snertir orðaval og setningaskipan. Smellið á myndina til að sjá hana stærri...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar