Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
18.5.2008 | 18:01
Sunnudagur
Ég elska illa þýddar fréttir á mbl um helgar. Skelli inn mynd þar sem þeir eiga til að leiðrétta villurnar. Setti rauðan hring utan um þær verstu, en fyrir utan þessar villur þá er þessi frétt gott dæmi um lélega þýðingu, bæði hvað snertir orðaval og setningaskipan. Smellið á myndina til að sjá hana stærri...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2008 | 23:51
Miðvikudagur
Af hverju er ég ekki stödd einhvers staðar þar sem ég get borgað fyrir bjórinn í gvaraní, balbóa, bat eða kip?
Í staðinn fæ ég smá sýnishorn af vori fyrir síðustu helgi og svo ekkert nema rigningu og hundaskít fyrir utan hurðina hjá mér í þessari viku. Engin furða þó að það votti fyrir skammdegisþunglyndi þó það sé sólarupprás kl. 4:25 og sólarlag kl. 19:28 að meðaltali þessa dagana...
En maður má víst ekki vera bitur þegar það er bjart á morgnana og þriggja daga helgi í vændum...
Er farin í háttinn til þess að ég nái að sofa nóg áður en grafan í næsta garði vekur mig í fyrramálið, líkt og hún hefur gert á undan vekjaraklukkunni alla þessa viku...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar