Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Sunnudagur

Þessa dagana er maður meira og minna hálfgerð grasekkja þar sem sambýlismaðurinn situr sveittur uppi í skóla og lærir. Lokaverkefnið hans krefst mikillar yfirlegu eins og gamli hagfræðikennarinn minn myndi orða það. Þá er nú gott að eiga fullan bókaskáp og tæplega helminginn af honum ólesinn...

Ég hef nefninlega ekki verið dugleg að lesa síðustu mánuðina. Í fyrra las ég skammarlega fáar bækur og ætla mér að bæta það upp þetta árið. Það hjálpar að vísu til að núna er ég ekki með Stöð 2, en það er alveg ótrúlegt hvað manni tókst að detta inní eitthvað hundleiðinlegt efni bara af því það var í sjónvarpinu þegar ég var með áskrift af þeirri stöð...

Núna er ég frekar farin bara að slökkva á sjónvarpinu ef það er ekkert spennandi í boði og tek þá upp bók eða tölvu. Þær eru nú ekki margar bækurnar sem ég hef klárað á árinu en blaðsíðufjöldinn er þó upp á þónokkrar kiljur. Ég tók mig til og kláraði að lesa Harry Potter sem var algjör snilld. Ég byrjaði á bókaflokkinum í fyrra eftir að Ingó hafði margbeðið mig um að gefa bókunum séns. Leist nú ekkert sérstaklega vel á í byrjun, enda las ég fyrstu bókina á íslensku, þar sem hún var ekki til inni á heimilinu og ég tók hana því að láni á bóksafninu. Mér finnast bækur yfirleitt betri ef ég les þær á frummálinu, því stundum verður mér illt af því að lesa illa þýddar bækur. Eftir bók tvö var ég orðin föst og komst upp í bók fjögur en einhverra hluta vegna átti ég alltaf um hundrað blaðsíður eftir alveg síðan í fyrrasumar og þangað til núna um daginn. Þá tók ég restina af bók fjögur og las svo alveg upp í bók sjö, sem er sú síðasta. Ég er líka búin að lesa Flugdrekahlauparann sem ég fékk í afmælisgjöf í fyrra og næst í röðinni er Þúsund bjartar sólir eftir sama höfund. Flugdrekahlauparinn var mjög góð bók og vel þýdd þannig að ég veit að ég á gott í vændum.

Síðan á ég heilan helling af Stephen King bókum sem ég á eftir að lesa, hann er alltaf klassískur. Einnig keypti ég tvær bækur úti í Ameríku eftir höfunda sem ég hef ekki heyrt um áður. Sú fyrri er Stalemate eftir Iris Johansen og sú seinni er Dead Until Dark eftir Charlaine Harris. Þær hljóma mjög spennandi þegar maður les aftan á þær. Einnig fjárfesti ég í My Sister's Keeper eftir Jodi Picoult og The Color Purple eftir Alice Walker, sem eru bækur sem ég hef heyrt um en ekki enn komist í. Svo er ég áskrifandi í Ugluklúbbnum, sem sendir mér tvær kiljur á tveggja mánaða fresti þannig að ég verð seint uppiskroppa með lesefni. Er samt alltaf með augun opin fyrir góðum bókum þannig að ef þið mælið sérstaklega með einhverri bók endilega skelliði nafni og jafnvel höfundi í kommentakerfið hjá mér...

Ætla að enda þetta blogg með lagi sem er í uppáhaldi þessa dagana...


Konan sem skoðaði endur

Ákvað að henda inn nokkrum línum þar sem ég náði loksins að hafa það í mér að kveikja á tölvulufsunni hérna heima. Það versta er að ég hef bara ekki frá neinu sérstöku að segja, þannig séð...

Ég er komin með háskólapróf og fór í tilefni af því til Flórída í rúma viku. Það var frábær ferð, þó að ekki hafi verið sólbaðsveður, því þá var hægt að skoða Florida Mall þeim mun betur. Ég eyddi fullt af pening í föt, málningardót og bækur. Það er bara ekki annað hægt en að verða smá kaupóður þegar allt er svona ódýrt, tala nú ekki um að kaupa þessar fínu kiljur á aðeins $7.99 og góðar peysur á undir 20 dollarana. Við skoðuðum nú fleira en búðarglugga, fórum í Busch gardens og skoðuðum þar ljón og rússíbana, skoðuðum Ripley's safnið og margt fleira. Svo rúntuðum við aðeins um Orlando, sem var alls ekki amalegt á kolsvörtum mafíósajeppa. Nú er bara að byrja að safna sér fyrir húsi þarna úti, svo maður hafi eitthvað að gera í ellinni...

Við komum svo heim næstsíðasta daginn í janúar í svakalegt frost og snjó, sem við vorum að sjálfsögðu óendanlega hamingjusöm með. Í kjölfarið af því fengum við svo kvef og hálsbólgu og náði sú gleði hámarki núna um helgina...

Þá er ég búin að update-a þessar örfáu hræður sem villast hér inn um hvað ég hef verið að bralla undanfarnar vikur. Ég hef alveg misst sambandið við blogggyðjuna, þar sem ég hef frá voða takmörkuðu að segja og langar helst að blogga um eitthvað skemmtilegra en daglegar athafnir mínar. Vona nú að eitthvað gerist í þeim málum á næstunni og að ég geti aftur orðið sú andlega upplyfting sem ég var hér áður fyrr...


Höfundur

Helga Dögg
Helga Dögg
Hér er ég...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband