Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
28.12.2008 | 22:08
Jól
Sem betur fer eru bara jól einu sinni á ári, því annars væri ég vel kringlótt og örugglega gróin saman við lata strákinn minn. Er búin að hafa það gott yfir hátíðirnar, fékk fullt af pökkum og er búin að njóta þess að hafa það gott með mínum nánustu...
Og svo ég haldi nú áfram að tala um hvað ég hef það gott þá er ég búin með 2 jólabækur og hálfnuð með þá þriðju. Sem betur fer á ég eftir 15 bækur í viðbót þar sem jólasveinarnir gáfu mér allir a.m.k. eina bók. Svo bíða skólabækurnar einnig óþolinmóðar eftir því að ég líti í þær. Því er það gott að ég þarf ekki að mæta til vinnu fyrr en á næsta ári.
Það er nú samt ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða, mér finnst eins og ég sé nýbúin með menntó og hafi flutt að heiman í fyrra. Staðreyndin er hins vegar sú að ég færist sífellt nær the big "þrí ó", það styttist í 15 ára fermingarafmælið mitt og Gollinn er búinn að þvo óhreinu sokkana mína í hálfan tug ára. Þó virðist biðin eftir jólaprófseinkuninni vera óbærilega löng. Tíminn er greinilega afstætt hugtak.
Ætla að halda áfram að liggja á meltunni og glomma í mig bókina sem ég er að lesa, svo ég hafi afsökun fyrir að skjótast í Nexus á morgun og kaupa næstu þrjár í seríunni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2008 | 12:07
Jólakveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar