Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
13.1.2008 | 23:29
Sunnudagur
Þar sem ég er pínu nörd, þrátt fyrir að þetta próf segi til um annað, varð ég að setja þetta á bloggið mitt...
Annars er mest lítið að frétta. Ég er búin að vera með skítapest það sem af er árinu sem þýðir að ég hef ekkert komist í ræktina. Frekar pirrandi að vera aumingi með hor en ég fer vonandi að ná þessu úr mér. Þessa dagana er ég því búin að drekka te í lítravís, búin með nokkra pakka af strepsils og hálsbrjóstsykri og nálgast ískyggilega hratt botninn á hóstasaftinni...
Það styttist óðum í útskrift og á laugardaginn verð ég orðin B.Sc. sem er frekar töff. En næsta haust er stefnt á að byrja að ná áfanganum M.Acc. Er allavegana ánægð í vinnunni og held að ég sé nokkuð viss á því hvað ég vil gera þegar ég verð stór, sem styttist óðum í, að því gefnu að maður verði stór fyrir þrítugt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar