Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Stjörnuspá

Stjörnuspáin mín í dag:

"Vog: Þú átt á hættu að leiðast í dag. Jafnvel góðum siðum, skynsamlegri ákvarðanatöku og hollum málsverðum má ofgera. En þú skilur það vel."

Ég er að læra fyrir próf og er bara með hollt nesti með mér, eins og venjulega...

Hvað er annars málið með þetta rok? Er orðin frekar þreytt á því... 


Veðurblogg

Er ekki alltaf klassík að blogga um veðrið þegar maður hefur ekkert að segja?

Það er blautt úti. Það var rigning áðan en það er ekki rigning núna. Ég sá ekki yfir til Akraness í vinnunni áðan. Það þýðir að það er þungskýjað líka...

Over and out... 

 


Lördag

Jæja, þá eru 6 vikur búnar og ég er búin með heilt námskeið í Bootcampinu. Ég var að fatta að 6 vikur eru í raun bara 1,5 mánuður sem er enginn tími þannig séð...

En ég fékk mælingu í gær, þar sem þar á bæ er mæling ekki tekin marktæk nema á 6 vikna fresti. Ég er að vísu bara búin að missa þrjú kíló, en ég er orðin svo mikill massi að ég er pottþétt búin að skipta út fullt af spiki fyrir vöðva. Svo er ég búin að missa nokkra sentimetra hér og þar en það sem ég er ánægðust með er að ég fór niður um 3,4% í fituprósentu, sem telst nokkuð góður árangur á ekki lengri tíma...

Síðan tók ég þrekpróf og bætti mig um heilan helling. Ég hljóp 3 km á 20 mín og 35 sek, sem ég hljóp á 24 mín sléttum fyrir sex vikum. Ég gat líka 26 fleiri armbeygjur og 19 fleiri sit-ups í prófinu heldur en ég gat síðast. Og þar sem ég er búin að vera svona dugleg gaf ég mér verðlaun sem er annað námskeið, þannig að ég ætla að taka 6 vikur í viðbót...


Mánudagur

Nei ég átti ekki svona slæman dag í dag. Dagurinn í dag var mjög góður en lýjandi...

Í dag byrjaði ég í nýju vinnunni. Var með smá hnút í maganum þegar ég brunaði niður í Borgartún í morgun, enda ekki á hverjum degi sem ég byrja í nýrri vinnu. Nánar tiltekið eru það rétt tæplega fjögur ár síðan ég byrjaði síðast í nýrri vinnu, þá hjá Vodafone. En hnúturinn var farinn á no time og í staðinn fór öll einbeitning í það að innbyrða fullt af nýjum upplýsingum...

Eftir nýliðafundinn kom í ljós að lofthrædda ég verð að vinna uppi á sjöundu hæð. Frekar skrýtið fyrst að vera svona hátt uppi, þar sem ég hef nú ekki unnið hærra uppi áður en á annarri hæð...

Þessi fyrsti vinnudagur lagðist vel í mig en ég er ekki alveg viss ennþá hvað ég á að gera í vinnunni. Ég tók bara tvö smáverk að mér í dag, annars var ég bara að koma tölvunni í gang og lesa leiðbeiningar og slíkt. En það kemur væntanlega betur í ljós næst þegar ég mæti, þar sem yfirmaður minn verður þá kominn til vinnu. Samt fyndið hvað maður verður svo búinn eftir svona daga, þó ég hafi nú þannig séð unnið lítið...

 
Ég á bara eftir þessa viku í Bootcampinu og þá verð ég búin með þessar 6 vikur sem ég keypti. Ég fór á námskeiðið fyrst og fremst til að koma mér af stað og í rútínu með að fara í ræktina a.m.k. þrisvar í viku og svo er bara að sjá hvernig mér gengur. Þetta er búið að vera gott námskeið en alls ekki auðvelt. Fyrstu tvær vikurnar var ég með hausverk út í eitt sökum mikillar vöðvabólgu sem var að fara út mér við hreyfinguna. Svo finn ég fyrir því núna að hnéin á mér hafa alveg séð betri daga þar sem ef ég er sit kjurr of lengi verða þau eins og á spýtukarli og sárt að beygja þau aftur. Þannig að næsta vika fer í að finna út hvað ég vil gera í hinni ræktinni og hvíla hnéin, enda eru þau búin að vera dugleg að takast á við skokk á malbiki, endalaus hlaup í stiga, framstig og fleira. Núna er það nýjasta að ég er marin í hnésbótinni á báðum fótum eftir upphýfingar á milli tveggja stanga í morgun, sem eykur ekki á fimleikann hjá mér...

En nóg af mali í bili, ætla að henda mér í að lesa um Organizational Buying Behaviour... 


Höfundur

Helga Dögg
Helga Dögg
Hér er ég...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband