Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Mánudagur

Það er einhver bloggleti í mér þessa dagana. Margt skemmtilegt búið að gerast en nenni ekki endilega að skrifa heila ritgerð um það hér. Fékk bækurnar mínar loksins heim og er byrjuð að lesa þá fyrstu.

Fór í afródanstíma með Helgu á laugardaginn og var eins mikill kripplingur og hægt er af harðsperrum í gær. Það er svona að lofa of mikla uppskeru í einu, maður tekur á vöðvum í bakinu sem maður veit varla af í daglegum hreyfingum...
Sullaði svo í bjór á laugardagskvöldið til heiðurs Laugu litlu sem hélt upp á afmælið sitt. Dugaði þó stutt og fór heim rétt eftir miðnætti. Er ekkert voðalega hrifin af bænum og finnst því betra að fara bara heim eftir partý, enda er það einnig mun hagkvæmara fyrir budduna...

Lag í tilefni mánudags, over and out í bili...

 


Nörd

Hér má sjá kunnulegt nafn, nafnið á sætasta nörd sem ég þekki, enda var ekki við öðru að búast þessa önnina hjá honum... 

Frekara blogg bíður betri tíma, þar sem öll orka mín í dag er búin að fara í leiðindaveikindi, varð bara að koma montinu að...


Jamm

vb

 

 

 

 

 

 

 

Ég er að spá á hvaða máli mbl menn telja, þar sem ég kem þessari tölu nú ekki fyrir mig. Kannski ekki skrýtið þar sem ég er ekki mikil málamanneskja...

Annars finnst mér þetta ótrúlega fyndið...


Mánudagur

Í dag er ég alveg handviss um að það sé mánudagur. Allavegana er meiri mánudagur í dag heldur en var í gær. Það er vont veður, ég er illa sofin og ég komst ekki inn á námskeiðið sem ég skráði mig á. Gleðifréttir dagsins eru þó að 4 bækur af 5 eru lagðar af stað...

Pakki...

Mér finnst gaman að bíða eftir pakka, þó svo að ég borgi fyrir hann sjálf. Verst hvað það tekur langan tíma að fá pakka frá útlöndum...

Höfundur

Helga Dögg
Helga Dögg
Hér er ég...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband