Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
24.5.2007 | 22:57
Langimangisvangamangason
Mig er búið að langa í vöfflur með rjóma og kakó í allan dag. Það er ekki eðlilegt að langa í svona jumm heilu dagana, sérstaklega þar sem ég borða nú yfirleitt vöfflur með sykri, bara svona ef ykkur langaði að vita það líka. En ég má líka alveg skrifa um ómerkilega hluti inn á bloggið mitt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2007 | 22:20
Köben
Er komin heim frá Danmörku, þreytt en mjög ánægð. Nenni ekki að skrifa svaka ferðasögu, þeir sem eru forvitnir verða bara að heyra í mér fyrir utan netheima. Við skemmtum okkur ótrúlega vel, löbbuðum af okkur fæturna og drukkum vel af vini okkar Tuborg. Fengum bilað gott veður alla dagana, fyrir utan einn morgun sem rigndi, en þá að sjálfsögðu stytti upp um leið og við keyptum regnhlíf. Hitti fullt af fólki í Köben, bæði fólkið mitt sem býr þar og fólkið mitt sem býr hér heima. Sem sagt, snilldarferð í einu og öllu...
Nú tekur bara grár hversdagsleikinn við, vinna og vinna meira. Samt gott að vita af þriggja daga helgi um næstu helgi, sem er bara snilld. Mun nefnilega njóta þess lúxus í sumar, í fyrsta skipti í mörg ár, að eiga frí um helgar. En núna ætla ég að fara að horfa á Grey's, maður má sko ekki vera eftirá og því er bráðnauðsynlegt að ég horfi núna á þá þætti sem sýndir voru í gær...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2007 | 20:06
Jamm
Urg, ég vil fá einkunnir... Nú hefst biðin eftir einkunnum og er hún aldrei ánægjuleg. Sérstaklega ekki þegar síðasti skiladagur er á einni einkunn í dag og ekkert komið inn enn...
Verð samt að monta mig fyrir hönd Ingó, þar sem hann er ekki nógu hipp og kúl til að vera með blogg. Hann fékk 10 úr síðasta prófinu sínu og þar með er hann kominn með 9,1 í meðaleinkunn þessa önnina. Stórglæsilegt hjá honum og vonandi dugir þetta til að hann komist á listann góða. Held þó að ég sé ekki að fara þangað þetta skiptið, enda er það ekki alltaf hægt að vera best í öllu alltaf
Annars vildi ég óska að ég færi nú að losna við prófaljótuna. Þetta er alveg magnað hvað próflesturinn umbreytir manni, húðin verður skjannahvít og steypist út í gelgjubólum og baugarnir ná niður að hnjám. Ætlaði svo í ljós til að fá smá sumar í andlitið, en nei, ekki sniðugt að fara í ljós með brunasár á hendinni. Það var þó allavegana gott að ég fattaði þetta áður en ég skaust í ljós og lagðist í bekkinn. Fattarinn á mér hefur einnig verið einstaklega langur eftir að ég kláraði prófin þannig að ég vona að hann fari að styttast eftir því sem ég fríkka í takt við komandi sumar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2007 | 22:41
Sunnudagur
Update:
- búin í prófum...
- komin með nýtt hár...
- fékk mér bjór á fimmtudag...
- fékk mér nýtt ör á höndina á laugardag...
- hef ekkert að segja í bili...
Adios...
P.s. prufaði púkann, ég vil segja hendina en hann höndina, hvort er rétt?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.5.2007 | 19:57
Bréf dagsins
Ég hef tekið upp þann sið að semja stutt bréf. Hef þó ekki póstað þeim hér inn heldur deilt þeim með sessunautum mínum. En þar sem ég er ein á meðal ókunnugra verð ég að senda þetta bréf á netið.
Kæra dökkhærða pía á lesstofu,
þú smjattar óendanlega hátt á þessum sleikjó sem þú varst að enda við að klára. Þurftir þú endilega að halda smjattinu áfram með því að stinga upp í þig tyggjói? Kenndi mamma þín þér aldrei mannasiði? Það er eins gott fyrir þig að ég á hérna einn eyrnatappa (sem betur fer þarf ég ekki tvo) því annars fengiru að fjúka hérna út um gluggann, óopnaðan...
Með kveðju
Helga Dögg
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar