13.11.2008 | 23:07
Ég á mér draum...
Ég á mér draum um það að einhvern tímann, helst í náinni framtíð, muni ég geta setið heila kennslustund án þess að einhver samnemenda minna tali EKKI um kreppuna, bankana og þetta svokallaða ástand á Íslandi í dag...
Það er gjörsamlega óþolandi að alltaf þurfi að tengja allt námsefni við þetta og fara í langa útidúra um það hvað hefði gerst ef og hvað þetta hefði átt að vera öðruvísi ef eitthvað annað. Svo virðist þetta oft breytast í keppni um hver getur talað hæst og helst yfirgnæft kennarann, sem reynir að beina umræðunni aftur að námsefninu. En maður getur víst ekki fengið allt sem maður vill...
Jæja tölva batteríslaus (ekki rafmagnslaus sko) þannig að öll snilldin sem ég ætlaði að skrifa verður að bíða betri tíma...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.