5.6.2008 | 22:06
Gáfublogg
Mér finnst ég voða gáfuð þó ég kunni ekki að blogga gáfublogg um hvítabirni og rúsínur, Hillary og Obama eða jarðskjálfta og Baug. Ég hef haldið aftur af mér á blogginu því mér finnst svo leiðinlegt að ég bloggi endalaust um hvað ég gerði í gær eða hvað ég muni gera á morgun. En núna ætla ég allavegana að skrifa um eitthvað gáfulegt þó það sé svolítið sem gerðist fyrir daginn í dag og svolítið annað sem mun gerast síðar...
Byrjum á hlutunum sem gerðust áður en ég skrifaði þetta blogg. Ingó er búinn að sanna það í eitt skipti fyrir öll að hann er ofurnörd. En það er allt í lagi, við vissum það sosum alveg áður en hann sýndi fram á það. En hann fékk sem sagt 9,5 fyrir lokaverkefnið sitt í tölvunarfræði. Hann fékk líka styrk til að halda áfram með verkefnið í sumar. Hann útskrifast svo um miðjan júní með B.Sc. í tölvunarfræði. Og ætli ég mæti ekki þó hann hafi unnið mig í meðaleinkunnarkeppninni. Sama dag og hann útskrifast munu margir, margir sem ég þekki einnig útskrifast með hinar ýmsu gráður þannig að þessi dagur mun verða eitt stórt partý og gleði...
Svo er komið að því sem gerist seinna. Ég er farin aftur í skóla. Það er auðvitað svo hundleiðinlegt að vera með tvær fyrirvinnur á heimilinu að ég ákvað að minnka cash-flowið inn á heimilið aðeins með því að minnka við mig í haust niður í 50% starf og fara í meistaranám. Mér finnst meistaranám hljóma mun virðulegra en mastersnám. En HÍ hleypti mér inn í meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun þó ég hafi nær eingöngu lært markaðsfræði síðustu árin og rétt svo aðeins villst í gegnum örfáa fjármálaáfanga. Þannig að eftir tvö ár verð ég vonandi orðin meistari í reikningshaldi og endurskoðun. Það er kannski ekki eins töff og að vera meistari í kung-fu eða karate, en ég vil þó samt meina að það að skoða endur og gera skattframtöl sé mun meira krefjandi en einhver hopp og spörk út í loftið...
Var að lesa Viltu vinna milljarð? Góð bók, mæli eindregið með henni. Er núna byrjuð á Laxveiðar í Jemen sem lofar góðu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Afhverju er Ingó fyrir ofan mig?
Yngvi Högnason, 6.6.2008 kl. 08:35
Því hann er með hærri meðaleinkunn en þú...
Helga Dögg, 6.6.2008 kl. 13:29
Jæja, var hann í landsprófi?
Yngvi Högnason, 6.6.2008 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.