11.2.2008 | 23:16
Konan sem skoðaði endur
Ákvað að henda inn nokkrum línum þar sem ég náði loksins að hafa það í mér að kveikja á tölvulufsunni hérna heima. Það versta er að ég hef bara ekki frá neinu sérstöku að segja, þannig séð...
Ég er komin með háskólapróf og fór í tilefni af því til Flórída í rúma viku. Það var frábær ferð, þó að ekki hafi verið sólbaðsveður, því þá var hægt að skoða Florida Mall þeim mun betur. Ég eyddi fullt af pening í föt, málningardót og bækur. Það er bara ekki annað hægt en að verða smá kaupóður þegar allt er svona ódýrt, tala nú ekki um að kaupa þessar fínu kiljur á aðeins $7.99 og góðar peysur á undir 20 dollarana. Við skoðuðum nú fleira en búðarglugga, fórum í Busch gardens og skoðuðum þar ljón og rússíbana, skoðuðum Ripley's safnið og margt fleira. Svo rúntuðum við aðeins um Orlando, sem var alls ekki amalegt á kolsvörtum mafíósajeppa. Nú er bara að byrja að safna sér fyrir húsi þarna úti, svo maður hafi eitthvað að gera í ellinni...
Við komum svo heim næstsíðasta daginn í janúar í svakalegt frost og snjó, sem við vorum að sjálfsögðu óendanlega hamingjusöm með. Í kjölfarið af því fengum við svo kvef og hálsbólgu og náði sú gleði hámarki núna um helgina...
Þá er ég búin að update-a þessar örfáu hræður sem villast hér inn um hvað ég hef verið að bralla undanfarnar vikur. Ég hef alveg misst sambandið við blogggyðjuna, þar sem ég hef frá voða takmörkuðu að segja og langar helst að blogga um eitthvað skemmtilegra en daglegar athafnir mínar. Vona nú að eitthvað gerist í þeim málum á næstunni og að ég geti aftur orðið sú andlega upplyfting sem ég var hér áður fyrr...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara að láta vita mér!
Gott að þið höfðuð það gott í florida
kv frá dk
Gunnella (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:38
Til hamingju með áfangann, stórglæsilegt hjá þér stelpa ! Ég skal svo heimsækja þig til Florida ... ekki spurning, verður dugleg að safna
Kv. Skessa
Skessa (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 08:26
Hæ skvís, vildi bara kvitta fyrir komuna og óska þér til hamingju með árangurinn!!
Berglind (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 23:42
Takk fyrir hamingjuóskirnar og kveðjurnar :)
Helga Dögg, 24.2.2008 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.