1.11.2007 | 20:05
Námsmannafréttir
Kominn tími á smá öppdeit ef ég leyfi mér að sletta aðeins...
Er ennþá á fullu að læra. Er samt búin að skila af mér Listaháskólaverkefninu og vona bara að við fáum gott fyrir það verkefni. Núna er ég á fullu að reyna að koma lokaritgerðinni okkar á blað, þar sem það styttist óðum í fyrstu skil. Nóvember verður tekinn með trukki, lokaskil á ritgerðinni eru þann 20. nóvember og svo er lokapróf hjá mér þann þrítugasta. Námsefnið fyrir það lokapróf þarf ég bara að gjöra svo vel að læra á þessum tíu dögum, þar sem ekki hefur gefist mikill tími í að lesa fyrir það fag þessar síðustu vikur...
Eins og staðan er núna þá er ég búin með 2 fög og á eftir ritgerðina og 1 fag. Fyrsta fagið kláraði ég í október og átti eftir að monta mig af því. Ég endaði með 9 í lokaeinkunn og var hæst í þeim áfanga. Annað fagið var risastóra verkefnið með Listaháskólanum og það þriðja er það sem ég tek svo lokapróf í. Þá er bara að krossa fingur og vona að ég nái þessu öllu með glæsibrag og massi þennan síðasta mánuð sem ég á eftir í háskólanámi. Í desember byrja ég svo bara að vinna á fullu, þar sem það eina sem gerist í skólanum þann mánuðinn er vörn á lokaritgerðinni...
Ég fékk ógeð á gamla góða bílnum mínum á sunnudaginn. Óþolinmóða ég gat ekki beðið með að ganga í þau mál og á mánudaginn var ég komin á ársgamla, frostbláa og stórglæsilega Toyota Corollu. Ég elska Toyota og ég elska að eiga bíl sem er ennþá smá "nýjubílalykt" af...
Og svo er það meira mont. Ég tók síðustu mælingu í Bootcampinu með trompi. Þar er mælt á 6 vikna fresti og var því komið að minni þriðju mælingu síðan ég byrjaði, þar sem fyrsta mælingin var gerð um leið og ég byrjaði. Frá síðustu mælingu fyrir 6 vikum er ég búin að missa 2,6% í fituprósentu, 5,5 kíló og missti svona pent 12 cm af mjöðmunum, takk fyrir. Síðan ég byrjaði frá upphafi er ég því komin niður um 6% í fituprósentu, 8,7 kíló og tæplega 2 buxnastærðir. Svo er ég auðvitað orðin alveg helmössuð, sem telur að sjálfsögðu líka...
Ætla nú að henda mér í að lesa smá kenningar fyrir lokaritgerðina og henda upp nokkrum gröfum með niðurstöðum úr rannsókninni okkar góðu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að heyra hvað þér gengur vel elsku frænka og til hamingju með allt þetta söxess! Saknaði þín á frábæru frænkukvöldi en þú ert nottla alveg afsökuð í svona ham....kemur bara næst Þú átt eftir að segja okkur um hvað ritgerðin þín er og svo þarf ég að fá að vita hvað þú ert að verða....(pabbi þinn veit það ekki!) Hvað ætlaðirðu annars að verða þegar þú yrðir stór? Ertu þá núna orðin stór?
Alla frænka (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 17:46
Takk fyrir það. Ég verð bara að koma á næsta frænkukvöld, það er alveg á hreinu...
Ritgerðin mín er í raun markaðsrannsókn fyrir Lýsi hf. og er ég að grúska og greina þær niðurstöður sem ég og rannsóknarfélaginn minn fengum úr rannsókninni. Svo þegar þetta er allt komið hjá mér verð ég útskrifuð með B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði. En það er engin furða að sá gamli muni þetta ekki, enda er þetta góð romsa
Ég er samt ekki búin að ákveða hvað ég verð þegar ég verð stór, eins og staðan er núna ætla ég að verða endurskoðandi en ég hef nægan tíma til að spá og spögulera í því...
Helga Dögg, 7.11.2007 kl. 16:57
Vá! Þvílíkur árangur á öllum vígstöðum!!
Baldvin (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 14:35
Til hamingju með árangurinn í Boot Camp og til hamingju með bílinn. Bara til hamingju með að vera þú.
Verð nú að viðurkenna að ég er farin að sakna þín dáldið. Þessar Helgur eru alltaf of busy eitthvað...!
Helga (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.