8.9.2007 | 09:19
Lördag
Jæja, þá eru 6 vikur búnar og ég er búin með heilt námskeið í Bootcampinu. Ég var að fatta að 6 vikur eru í raun bara 1,5 mánuður sem er enginn tími þannig séð...
En ég fékk mælingu í gær, þar sem þar á bæ er mæling ekki tekin marktæk nema á 6 vikna fresti. Ég er að vísu bara búin að missa þrjú kíló, en ég er orðin svo mikill massi að ég er pottþétt búin að skipta út fullt af spiki fyrir vöðva. Svo er ég búin að missa nokkra sentimetra hér og þar en það sem ég er ánægðust með er að ég fór niður um 3,4% í fituprósentu, sem telst nokkuð góður árangur á ekki lengri tíma...
Síðan tók ég þrekpróf og bætti mig um heilan helling. Ég hljóp 3 km á 20 mín og 35 sek, sem ég hljóp á 24 mín sléttum fyrir sex vikum. Ég gat líka 26 fleiri armbeygjur og 19 fleiri sit-ups í prófinu heldur en ég gat síðast. Og þar sem ég er búin að vera svona dugleg gaf ég mér verðlaun sem er annað námskeið, þannig að ég ætla að taka 6 vikur í viðbót...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Breytist þá nikkið úr helgay í helmössuð
Pétur Björn Jónsson, 8.9.2007 kl. 10:39
Dugleg steplpa :) Við eigum þá semsagt eftir að fá að sjá fleiri marbletti á næstu 6 vikum, vonum bara að hnén fari ekki endanlega.....
Erla (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 14:03
Það er aldeilis eldmóður í þér
Andri Yngvason, 10.9.2007 kl. 00:32
Pétur: já þokkalega, ég á nú ekki heldur langt í land með að ná Strongbow
Erla: Iss nei, hnéin hljóta nú að duga í 6 vikur í viðbót, annars verðuru bara að halda á mér hehe...
Andri: það þýðir ekkert annað
Helga Dögg, 11.9.2007 kl. 12:02
Vertu nú ekki of viss um að ég geti haldið á þér, er ennþá að jafna mig í löppinni eftir að hafa fengið stól ofan á hana.... Hmmm, hver henti nú aftur stólnum á mig?
Erla (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 12:47
Hmmm, það er nú spurning...
Helga Dögg, 13.9.2007 kl. 19:56
GO HELGA GO !!
SUNNA FRÆNKA (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.