Leita í fréttum mbl.is

Mánudagur

Nei ég átti ekki svona slæman dag í dag. Dagurinn í dag var mjög góður en lýjandi...

Í dag byrjaði ég í nýju vinnunni. Var með smá hnút í maganum þegar ég brunaði niður í Borgartún í morgun, enda ekki á hverjum degi sem ég byrja í nýrri vinnu. Nánar tiltekið eru það rétt tæplega fjögur ár síðan ég byrjaði síðast í nýrri vinnu, þá hjá Vodafone. En hnúturinn var farinn á no time og í staðinn fór öll einbeitning í það að innbyrða fullt af nýjum upplýsingum...

Eftir nýliðafundinn kom í ljós að lofthrædda ég verð að vinna uppi á sjöundu hæð. Frekar skrýtið fyrst að vera svona hátt uppi, þar sem ég hef nú ekki unnið hærra uppi áður en á annarri hæð...

Þessi fyrsti vinnudagur lagðist vel í mig en ég er ekki alveg viss ennþá hvað ég á að gera í vinnunni. Ég tók bara tvö smáverk að mér í dag, annars var ég bara að koma tölvunni í gang og lesa leiðbeiningar og slíkt. En það kemur væntanlega betur í ljós næst þegar ég mæti, þar sem yfirmaður minn verður þá kominn til vinnu. Samt fyndið hvað maður verður svo búinn eftir svona daga, þó ég hafi nú þannig séð unnið lítið...

 
Ég á bara eftir þessa viku í Bootcampinu og þá verð ég búin með þessar 6 vikur sem ég keypti. Ég fór á námskeiðið fyrst og fremst til að koma mér af stað og í rútínu með að fara í ræktina a.m.k. þrisvar í viku og svo er bara að sjá hvernig mér gengur. Þetta er búið að vera gott námskeið en alls ekki auðvelt. Fyrstu tvær vikurnar var ég með hausverk út í eitt sökum mikillar vöðvabólgu sem var að fara út mér við hreyfinguna. Svo finn ég fyrir því núna að hnéin á mér hafa alveg séð betri daga þar sem ef ég er sit kjurr of lengi verða þau eins og á spýtukarli og sárt að beygja þau aftur. Þannig að næsta vika fer í að finna út hvað ég vil gera í hinni ræktinni og hvíla hnéin, enda eru þau búin að vera dugleg að takast á við skokk á malbiki, endalaus hlaup í stiga, framstig og fleira. Núna er það nýjasta að ég er marin í hnésbótinni á báðum fótum eftir upphýfingar á milli tveggja stanga í morgun, sem eykur ekki á fimleikann hjá mér...

En nóg af mali í bili, ætla að henda mér í að lesa um Organizational Buying Behaviour... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Yngvi Högnason

Það er nú ekki ónýtt að geta "bootcampað" á skrifstofustúlkustígvélum upp á sjöundu í nýju vinnunni og aftur niður ef að maður gleymir símanum í bílnum.

Gangi þér vel á nýja staðnum.

Walk tall.

Yngvi Högnason, 4.9.2007 kl. 14:06

2 identicon

Gangi þér vel. Þú ert hetjan mín :)

Helga (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 21:29

3 identicon

Hæ, long time no .. you know ... mér finnst að pabbi þinn ætti að bjóða okkur í svona pönnuköku boð eins og Alla gerir stundum, hvernig hljómar það ? En bara ef hann er jafn flinkur og Alla sem bakar á a.m.k tveimur pönnum í einum .. gæti verið áhugavert að sjá.

Hvar ertu annars farin að vinna (7. hæð hmm það koma nú ekki margir staðir til greina svona "hátt" frá jörðu) ? og hvert fórstu í þetta umtalaða bootcamp ... mig er farið að langa að skoða þetta aðeins betur

Íris frænka í föðurætt n.t.t föðursysturdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 12:29

4 Smámynd: Yngvi Högnason

Ég fékk kökk í hálsinn og varð voða stoltur en fattaði þá að þessi Helga var ekki að skrifa til mín, hrmfp.

Yngvi Högnason, 6.9.2007 kl. 16:50

5 Smámynd: Helga Dögg

Gamli: Já ef ég væri nú ekki svona lofthrædd væri það ekkert mál

Helga: Takk fyrir kveðjuna

Íris: Já, ég er alveg sammála því að gamli gæti nú alveg tekið upp pönnukökupönnuna fyrir okkur En ég er farin að vinna hjá KPMG, þar sem svaka útsýni er úr skrifstofugluggunum. Ég fór í Bootcamp á Suðurlandsbrautinni, þeir eru með bootcamp.is ef þú vilt skoða betur.

Helga Dögg, 8.9.2007 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Dögg
Helga Dögg
Hér er ég...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband