27.8.2007 | 21:36
Mánudagur
Jæja, er komin úr letikasti í bili. Hef þó ekki náð mér að fullu, þar sem ég hef verið svo löt að mér datt ekkert merkilegt í hug til að blogga um. Kannski hefur eitthvað með það að gera að ekkert merkilegt gerist þessa dagana. Er bara að byrja í skólanum, koma mér í það að lesa eitthvað að þessum skólabókum og vera dugleg í ræktinni. Hef þess á milli horft á uppbyggilegt sjónvarpsefni á borð við snilldarþættina Kyle XY og Flight of the Conchords. Læt hér fylgja með tvö myndbrot úr þættunum Flight of the Conchords ykkur til yndisauka. Ef gamalt fólk nennir ekki að skoða tvö video í röð, getur það komið aftur á morgun og skoðað seinna video-ið.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
alltaf gaman að finna nýjar seríur, ef niðurhal væri löglegt þá væri ég á leiðinni að ná í fyrstu seríuna af þessu
Pétur Björn Jónsson, 27.8.2007 kl. 23:45
Mar er svo sem ekki mjög gamall,tók bæði í röð en sýnishornavideó með kakkalökkum hringlandi á gítar lofa ekki góðu, held mig við glæstar vonir.
Yngvi Högnason, 28.8.2007 kl. 07:46
Pétur: já, ef niðurhal væri löglegt myndi ég líka sækja fyrstu tvær seríurnar af Kyle XY...
Gamli: Ég var búin að gleyma því að panflaututónlist og endalaust drama væri þitt uppáhald, skal framvegis hafa það í huga þegar ég birti video...
Helga Dögg, 28.8.2007 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.