Leita í fréttum mbl.is

Zombie Dögg

Það eru eins og aðdáendur mínir finni sig mun knúnari til að kommenta þegar ég held mér saman í marga daga, heldur en þegar ég birti hverja færsluna á eftir annarri. Hef kosið að túlka þetta ekki í bili...

Fyrir forvitna ætla ég að ljóstra upp svarinu við síðasta bloggi. Ég er komin með ný gleraugu. Þessi umskipti voru ekki pjattrófulegs eðlis, heldur fóru gömlu gleraugun einfaldlega í sundur. Svo er ég líka 0,25 nær því að ganga í Blindrafélagið, þannig að ný gleraugu þóttu nauðsynjakaup...

Síðasta miðvikudag vaknaði ég upp með rauð augu. Það er ekki töff. Ég er ennþá með rauð augu, þrátt fyrir að hafa brúkað fyrst augndropa og svo krem í augun á mér. Ég er líka meira að segja búin að fara tvisvar til læknis á þessum tíma, buddunni minni til mikillar ánægju. Það er ekki gott að vera með krem í augunum og það er ekki gott að vera með rauð augun. Ég lít líka út eins og félagi í living dead klúbbinum eða eins og ég sé ávallt nýkomin af hörkudjammi. Kannski þess vegna sem ég fékk svona look frá píunni sem afgreiddi mig um kippu af bjór í ríkinu á föstudaginn...

Hef annars voða takmarkað að segja í bili, hef ekki haft tíma til að ráða lífsgátuna sökum anna síðustu vikur, bæði í vinnu og svo við lestur á Harry Potter. Lofaði Ingó í fyrra að lesa um þennan galdrastrák sem er ekki svo vitlaus eftir allt saman. Þar sem ég las bara eina bók í fyrra þá þurfti ég að spýta í lófana í ár og er núna búin með fjórðung af bók fjögur, sem er um Harry Potter and the Goblet of Fire...

Nú eru bara sextán dagar þangað til ég hætti í vinnunni og tek mér viku frí fyrir skólann. Inn í þessu eru 2 helgar sem er bara snilld, þar sem ég er orðin ansi lúin. Svo er það skólinn 20. ágúst og nýja vinnan 1. september. Vei vei... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Harry Potter er náttla SNILLD :D ég las fyrstu bókina fyrir einhverjum árum og varð HELTEKIN :D ætlaði að lesa allar bækurnar en þegar það var farið að gera myndirnar þá hætti ég við og skellti mér bara í bíó ;) Var að enda við að horfa á fyrstu 3 myndirnar í smá maraþoni.. á eftir að sjá 4 svo ég geti farið á nýjustu í bíó ;)

Sunna Hlín (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 23:36

2 identicon

sunna. Ef þú ferð á mynd nr.4 í bíó og áttar þig á eitthverju án þess að hafa lesið bókina þá ertu skyggn eða ógeðslega klár eða eitthvað álíka .. En svona án djóks. þá er verið að troða 600bls bók í 160 mínútna mynd.. það gengur ekki.  Þetta hefði að minnsta kosti þurft að vera 3 klst mynd. Enda eru þeir að sleppa fullt af mjög mikilvægum hlutum  og ég er ekki frá því að það sé vanti alveg í kringum 250bls.

ingó (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 12:00

3 identicon

Greinilega svona klár ;) Helga er ekki frænka mín fyrir ekki neitt ;)

Sunna (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Dögg
Helga Dögg
Hér er ég...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband