Leita í fréttum mbl.is

Jamm

Urg, ég vil fá einkunnir... Nú hefst biðin eftir einkunnum og er hún aldrei ánægjuleg. Sérstaklega ekki þegar síðasti skiladagur er á einni einkunn í dag og ekkert komið inn enn...

Verð samt að monta mig fyrir hönd Ingó, þar sem hann er ekki nógu hipp og kúl til að vera með blogg. Hann fékk 10 úr síðasta prófinu sínu og þar með er hann kominn með 9,1 í meðaleinkunn þessa önnina. Stórglæsilegt hjá honum og vonandi dugir þetta til að hann komist á listann góða. Held þó að ég sé ekki að fara þangað þetta skiptið, enda er það ekki alltaf hægt að vera best í öllu alltaf Wink

Annars vildi ég óska að ég færi nú að losna við prófaljótuna. Þetta er alveg magnað hvað próflesturinn umbreytir manni, húðin verður skjannahvít og steypist út í gelgjubólum og baugarnir ná niður að hnjám. Ætlaði svo í ljós til að fá smá sumar í andlitið, en nei, ekki sniðugt að fara í ljós með brunasár á hendinni. Það var þó allavegana gott að ég fattaði þetta áður en ég skaust í ljós og lagðist í bekkinn. Fattarinn á mér hefur einnig verið einstaklega langur eftir að ég kláraði prófin þannig að ég vona að hann fari að styttast eftir því sem ég fríkka í takt við komandi sumar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Yngvi Högnason

Það er nú ekkert að marka þó að Ingó fái 10 í einhverju prófi, hann er karlmaður

Yngvi Högnason, 16.5.2007 kl. 20:42

2 identicon

Já farðu nú að taka þig til í andlitinu kella ;) hehe KROSSA FINGURNAR 4 YOU

Annars er litla að fara í viðtal á Birfröst í vikunni ;)

Sunna Hlín Gunnlaugs (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Dögg
Helga Dögg
Hér er ég...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband