Leita í fréttum mbl.is

Nýtt blogg

Núna er ég endanlega komin með ógeð af gsmblogginu mínu. Hef ítrekað lent í því að ég kemst ekki inn til að skrifa, það sem ég skrifa inn birtist ekki, þær myndir sem ég sendi inn birtast ekki og það sem ég breyti skilar sér ekki út á síðuna. Því hef ég ákveðið að fá mér moggablogg, sem virðist vera það heitasta í dag, nema kannski fyrir utan myspace en í þeirri vitleysu hef ég ekki hugsað mér að taka þátt í...

Þar sem ég er nú að byrja í próflestri er athygli mín og einbeitning í lágmarki og á þessum tíma er aldrei eins nauðsynlegt að geta komið frá sér öllum óþarfa hugsunum á netið um leið og þær gerjast í huganum. Því hef ég ákveðið að bauna öllu inn sem mér dettur í hug þegar mér dettur það í hug...

Fyrsta blogg í próflestri er hér með sett á netið og mun fjalla um söngkonuna Wing. Ég sá þessa stórstjörnu fyrst í South Park, sem eru snilldarþættir. Þeir sem vilja fræðast meira um söngkonuna og bakgrunn hennar er bent á eftirfarandi hlekki:

Opinber heimasíða Wing

Wing á Wikipedia

Það sem ég vildi fyrst og fremst fjalla um er ótrúlegur söngur hennar og vil að sjálfsögðu deila honum með lesendum mínum. Þar sem takmarkað var hægt að nálgast söng hennar á netinu nema gegn greiðslu upp á $5.95 og skráningu sem opinber Wing félagi fékk ég aðstoð frá félögum mínum hjá YouTube. Mæli eindregið með að fyrsta videoið sé skoðað fyrst og svo hlustað á lögin koll af kolli...

Enjoy... 

Over the Rainbow

 Mamma Mia

 I Wanna Hold Your Hand

 Close to You

Og svo uppáhaldið mitt í lokin...

 In the Ghetto


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

wing ównar

ingo (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Dögg
Helga Dögg
Hér er ég...
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband